Brauðlausar samokur eru annsi skemmtilegar.
Þessi er búin til úr blómkálsgrjónum, osti og eggi.
Svo er bara að leika sér með þau krydd sem við kærum okkur um.
Svona samlokur eru annsi góðar og hægt að gera vel djúsí!
Mér finnst þessi uppskrift annsi góð.
3dl. blómkálsgrjón( https://lifsstillsolveigar.com/2014/08/31/blomkalsgrjon-flott-adferd/ )
1dl. rifin parmesan ostur
1 egg
Smá salt og pipar ásamt Heita Pizza kryddinu frá Pottagöldrum.
Ég var með fræ ofan á og notaði Omega fræ blönduna frá Sólgæti
Aðferð.
Blanda þessu öllu saman í skál og hræra vel.
Móta „brauðsneiðar“ á bökunarpappír með ofnskúffu undir.
Baka í ofni á 180 gráðum þangað til „brauðið“ byrjar að verða gyllt.
Þá er ágætt að snúa þessu við og baka aðeins lengur.
Þegar að reddý þá er bara að græja hvað sem er á svona loku 🙂
Ég er hrifin af afgangs kjúlla í svona lokur.
Skera niður avacado, tómat og papriku og skella á sneiðarnar.
Fínt að hafa aðeins af rifnum osti á milli og skella lokunni annað hvort í samlokugrill eða á pönnu og hita vel saman .
Nú ef að maður á gott pestó verður þetta alsæla ❤
Ég var með rauðkálssalat með þessu en hægt er að gera allskonar salat með og njóta.