Hinar sívinsælu kotasælubollur.

Þessar bollur eru sjúklega góðar ný bakaðar .
Og hægt að nota með svo mörgu.
Gera gott salat nú eða smjör og ost með sultu án viðbætts sykurs.
Hægt er að hafa meira af fræjum í blöndunni bæði í degið og ofan á.
Velja þau fræ sem þér þykir best.
Elda góða súpu og nýbakaðar brauðbollur tær snild.
Hægt er að frysta þessar bollur og stinga í brauðristina eftir þörfum.
Endilega líka bara googla „kotasælubollur“ það eru skriljón hugmyndir þarna úti.
En þetta er skítlétt aðferð 🙂

Innihald
400. gr Tröllahafrar
1 stór dós kotasæla
4 egg
2 tsk vínsteinslyftiduft
Sesamfræ til að strá ofan á eða hvaða fræ sem er.
Pottagaldra Ítalsk panini krydd (eftir smekk ég nota 1tsk.)
Má nota hvaða krydd sem er.
Gott að setja nokkur salt korn með.
Aðferð
Byrja á því að mala hafrana í Nutribullet,/blandara) skelli því svo í skál
Bæti við salti í mjölið og vínsteinslyftudufti
Setja kotasælu í nutribulletglasið/blandarann og bæta eggjunum saman við.
Blanda þessu svo vel saman. Helli blöndunni útí mjölið og móta bollur (nota tvær skeiðar)
Ein uppskrift er ca. 10-15 bollur (fer eftir stærð)
Bakað á blæstri við 200 gráður í 20 mínútur .

29315323_10155982271655659_8140218376141144064_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s