Morgunverðar pizza .

Þetta er nú sannkallað nammi í helgar morgunmat 
Smá trít og allir í fjölskyldunni elska

Morgunverðar „pizza“
Súper einfalt og alveg jummí .

Þessi kláraðist á núll einni hér á bæ

Uppskrift.

Morgunverðar „pizza“

í þessari pizzu var:

1/2 Bolli Haframjöl
1 millistór Banani
2 tsk. Kokos hveiti ( hægt að kaupa en ég set bara Kokosmjöl í blandara og bý til mjöl)
1/2 tsk. sýróp eða 1/2tsk. hunang (má sleppa sætu og nota þá vel þroskaða banana)
1 tsk. Hnetusmjör ( velja gott)

Hræra öllu vel saman ( gott að stappa bananann fyrst )
Setja svo blönduna á smjörpappír og móta hring.
Baka á ofnplötu.

Bakist við 200 gráður
Fyrst í 8 mínútur og þá taka út og snúa botninum við.
Þá er að baka í 5 min.
Taka út og kæla.

Ofan á bökuna .

Grísk jógúrt ( eða blanda grískri og AB_mjólk frá Örnu saman)
Ávexti eftir smekk.
Ég notaði Kívi, jarðaber og  bláber.

Algjört sælgæti .

29512294_10155998056690659_2649353033258893312_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s