Ertu ekki örugglega vinur?

10299970_242129012655957_805753220149926025_n

Góðan daginn.

Stundum hellist yfir mig…..já ég veit þetta er bara svona 🙂
En já semsagt… „Ætla í átak“
Og ná af mér svona 10 kílóum og og og og bla bla bla.
Og það strax.

Ég er nefnilega ein sú mest óþolinmóðasta kona í heiminum…..inn við beinið 🙂
Langar svona rosalega að missa 10 kíló.
Úff hvað hugurinn getur tekið mann og snúið niður og stappað á manni við minnsta tækifæri.
Ég er að vinna í því alla daga að verða betri ég.
Svo í öllum guðsbænum Frú Sólveig hættu að búllía .
Þessi 10 kíló fara á sínum hraða….ekki með svelti né megrun .
Og mundu það kona góð!

En svona er þetta bara.
Við viljum alltaf allt núna.
Ég af öllum sem var orðin 60 kílóum of þung ætti að vita manna best að líkaminn er vél.
Hann þarfnast orku og viðhalds 🙂
Ég hef losað mig við 50 kíló með réttum mat og hreyfingu.
Svo þessi 10 sem eftir er verða ekki svelt af í lokinn 🙂

Neibb ég ætla anda inn og út .
Treysta á framhaldið og gera mitt besta til að halda þetta út lífið…
Að þykja nógu vænt um sjálfan mig að vilja mér bara það besta.
Ofbeldi á sjálfan sig er aldrei lausn.

Njótið dagsins og dansið í rigningunni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s