Hádegið
Sumir dagar eru einfaldlega bara aðeins meira bjútí en aðrir
Byrjaði daginn á Heilsuborginni í Body Pump tíma.
Það var algjört æði 🙂
Síðan tók við ganga heim.
Frá Heilsuborginni upp í Seljahverfi
5,5 kílómetrar og klukkutíma dásemdar ganga .
Frá Sprengisandi gekk ég dalinn.
Það er hreint ævintýri 🙂
Og stoppaði svo hjá Kanínunum og öndunum
Þvílík fegurð…og súper gönguveður.
Ekki dropi úr lofti…og stilla.
Mæli með að allir fari út og fái sér ferskt loft í dag 🙂
Þá var það svo hinn langþráði Hádegismatur.
Í Sofíu í Búlgaríu fengum við svo góðan Geitaost….hrein alsæla.
Búin að vera með hann á heilanum síðan.
Svo fann ég loksins alveg eins dásemd í gær í Búrinu
Algjör himnasending að finna þetta.
Svo fékk mér Geitaost með Pekant hnetum og Hunangi.
Þetta fer með mann í ferðalag 🙂
Svo góði fiskrétturinn sem ég var með í fyrradag.
Osturinn í forrétt…og fiskur í aðalrétt.
Já sko ef ég átti þetta ekki skilið eftir púl morgunsins 🙂