Millibita gleði.

Að breyta um lífsstíl er ekki megrun ❤
Það er ekki hægt að breyta um lífsstíl úr óhollu yfir í boð og bönn.
Jú það virkar kannski í smá tíma ….en sú blaðra frussast í tómt eftir smátíma.
Hafa ber í huga að við eigum öll góðan mat skilið ❤
Lífið á ekki að vera refsing !
Og að ætla fara á hörkunni yfir í betra mataræði er erfitt og sorglegt.

Spáum aðeins i hvað er hægt að gera gott og fallegt úr því góða sem við getum notið og fært líkamanum inn sem flott næring fyrir líkama jú og sál 🙂
Allskonar ávextir  eru ansi góður kostur  í góðan millibita.
Grísk jógúrt, skyr, hrein jógúrt og AB-mjólk tær snild með ávöxtum.
Melónur sem kökubotnar afhverju ekki 🙂
Smyrja með grískri jógúrt og nota svo aðra ávexti með .
Ég elska granatepli með grískri jógúrt, kemur líka svo fallegur litur.
Kókos, möndluflögur og smá hnetur er svo mikið æði með svona gleði.
Bananasplit afhverju ekki 🙂
Bara græja í hollara lagi.
Og fínt að strá aðeins af rifnu dökku súkkulaði eða kakó yfir gleðina.
Mangó, melónur, granatepli, bláber, jarðaber, epli, bananar, kiví og svo lengi mætti telja.
Prufa sig áfram 🙂
Chia grautar í smá millimál fyllir vel og hægt að vera með góða ávexti með.

Njótum og lifum ❤

30623891_10156057553570659_1509537058715074560_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s