Barnvænt brauð sem minn litli elskar.

11008565_453146938166239_4562896517488899787_n

Nýbakað brauð.

Minn drengur biður mig um svona brauð með smjöri,sykurskertri sutu og osti á hverju ári fyrir uppskeruhátið hjá Fjölni 🙂
Krakkarnir að klára körfuboltann og allir koma með eitthvað gómsætt á hlaðborð.

Vessogú….þetta er æði brauð sem allir elska.
Barnvænt og flott 🙂

Brauðið góða.
Innihald.
500 gr Heilhveiti (notaði frá Finax gróft mjölmix…glutenfree)
1,5 msk vínsteinslyftiduft
1 1/2 tsk salt (nota gott salt)
400 ml AB mjólk (ég nota frá Örnu)
1 tsk síróp
40 gr haframjöl
20 gr Omega-fræblandan frá Heilsu

Aðferð.
Blandið mjölinu, vínsteinslyftidufti og salti saman í skál.
Hrærið AB mjólk og síróp saman og hellið út í skálina.
Hrærið varlega í deiginu .
Gætið þess að hræra ekki of mikið.
Bætið haframjölinu, fræjunum eða öðru því sem þið viljið nota út í deigið og hrærið varlega nokkrum sinnum.
Bætið svolitlu vatni við ef deigið er of þurrt. En alls ekki hafa of blautt.
Ég nota silicon form.
Bakið við 180-190°C í 40 – 50 mínútur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s