Þessi súpa kom mér svo á óvart.
Mig var búið að langa í blómkálssúpu svo lengi!
En allar þær blómkálssúpur sem ég fékk í gamla daga komu annað hvort úr pakka eða mamma bakaði upp með hveiti.
Ekki kom þetta tvennt til greina.
Svo góð ráð dýr bara redda sér 🙂
innihaldsefni: 450gr. Blómkál 4 msk. Biona ólífuolía 1 Rauðlaukur, grófsaxað 3-4 hvítlauksgeirar, saxaðir 1/2 tsk mulið þurkað chillí (má vera minna fyrir þá sem ekki fíla chillí) 3 bollar grænmetissoð 1/2 -1 dós kokosmjólk (fer eftir hvað þið viljið mikið rjómabragð) 1 Dós Biona smjörbaunir 100gr. Rifin mozarella ostur salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
Skera blómkálið niður í eldfast mót og tvær msk. af olíu yfir.
Hafa álpappír ofan á.
Skella inn í ofn í 15min á 200gráðum.
Á meðan blómkálið bakast skera niður lauk, hvítlauk og saxa chillí.
Þegar 15 min liðnar taka álið af og baka áfram í 15min.
Skella restinni af olíunni í pott og steikja laukinn (bara rétt mýkja)
Þá bæta við hvítlauknum og chillí.
Þegar að blómkálið er reddý skella því út í pottinn ásamt baununum.
Aðeins að leifa steikjast saman.
Hella svo grænmetissoðinu út í og leifa þessu að sjóða saman í um 10min.
Krydda með salti og pipar.
Þegar að þessu er lokið taka töfrasprota og mauka saman.
Skella aftur á helluna og bæta við kókosmjólkinni.
Hræra öllu vel saman.
Aðeins leifa að kólna (bara svo sé ekki sjóðheitt) og bæta þá ostinum út í .
Það er alveg í lagi að sleppa ostinum .
Ég bætti svo eggjum við .
Og þetta er líka æði með ristuðum fræjum 🙂