Þegar að tíminn er naumur eru svona eggjakökur tær snild.
Steikja á pönnu og skella í örfáar mínútur inn í ofn í lokin á grillstillingu.
Avacado er nánast gott með öllu svo tær snild að skera ofan á eftir eldun.
Aðferð.
Þrjú egg í eggjaköku.
Pískuð upp kryddað með salti, pipar og heita pizzakryddinu.
Steikja á pönnu og láta ofan á eggin…..bara létt tillaga hér má leika sér með hráefni.
Rauða papriku
Rauðlauk
Pekan hnetur
Geita smurost
Þá læt ég pönnuna inn í ofn undir grillið 🤗
Þegar reddy tekur örfáar mínútur bætti ég við graflax/reyktur lax og avacado 💚
Stútfullt af gleði!
Líka lítið mál að kippa með sér eggjaköku í nesti.
Vera búin að elda fyrirfram og taka með sér það sem á að toppa með í sérboxi.
Hugmyndir af meðlæti með eggjunum eru endalausar.
Allskonar grænmeti
Allskonar ostar
Rækjur, fiskur, kjúklingur, kjöt, baunir sumt eigum við til í afganga gleði svo um að gera leika sér með hráefni.