Jarðaberja og kjúklingasalat
2 bollar rifin kjúklingur (eldaður gott að nota afganga )
2 bollar heilhveiti pasta eða Sólgætis kínóa (má sleppa)
Kál eftir smekk og gott að hafa allskonar (spínat,rucola og bara það sem hugurinn girnist)
1 bolli niðurskornar gúrkur
½ bolli niðurskorin paprika
1 bolli niðurskorin jarðarber
1 niðurskorið avocado
1/3 niðurskorin feta eða geitostur (má sleppa)
1/2 bolli saxaðar pecan eða valhnetur
Blanda öllu í góða skál og svo er bara mixa saman og leika sér með dressingu
Silki mjúk Balsamic Dressing
1/3 bolli balsamic edik (eða eftir smekk)
1/4 bolli ólífuolía
1 tsk marin hvítlaukur
1/2 tsk ítölsk kryddblanda (ég nota Heitt Pizzakrydd því vil svolítið sterkt)
1-2 matskeiðar hunang
1/2 bolli Grísk jógúrt
1 tsk dijon sinnep
Aðferð
Allt í blandara og vinna í silkimjúka sósu