Kvöldmaturinn.
Já „Sushi kaka“
Allt er nú til 🙂
Rakst á svona gleði á netinu í dag….einhver út í heimi hafði græjað svipaða köku og ég hreinlega slefaði yfir tölvuna 🙂
Rauk út í búð!
Þetta yrði ég að fá mér í kvöldmatinn.
Límdist í heilasellurnar 🙂
Svona sushi kaka er kannski ekkert endilega það hollasta í heimi ❤
En gleðin er þvílík 🙂
En ég gæti alveg hugsað mér að gera svona köku seinna með blómkálsgrjónum 🙂
Þá værum við sko að tala saman 🙂
En mitt fólk…ekki eins spennt fyrir blómkálsgrjónum.
Sushi kaka.
Nori blöð
Laxa tartar frá Tokyo Sushi
sushi grjón
Hrísgrjónaedik
Kókossykur frá Sólgæti
avacado
Mango
Gúrka
Ég keypti laxa tartar 🙂
En ég a líka uppskrift af laxi sem hægt er að græja í tartar…..ef einhver vill 🙂
Ég notaði form með lausum botni….smellu botni.
Notaði tvö Nori blöð í botninn…klipti til að fitta í hringform.
Þá soðin grón.
Ég græjaði sushi grjón eftir uppskrift á pakka.
Enn það áti að blanda hrísgrjónaediki við mikinn sykur.
Svo ég notaði 500gr hrísgrjónapoka og 4 msk. hrísgrjónaedik og 1 tsk. kókossykur í stað 2 msk……fannst of mikið.
Semsagt grjón ofan á Nori blöðin.
Svo bara raða því sem á að nota í kökuna.
Ég setti avacado, mango, gúrku og laxa tartar.
Þá aftur grjón og nori blöð.
Síðan meiri lax og allt hitt 🙂
Passa þjappa vel í formið.
Inn í ísskáp í svona 30-60min.
Og þá er að bera framm og njóta ❤
Hafa með þessu lime og Tamara sósu.
Minn drengur sagði að þetta væri fallegasti og besti matur í heimi 🙂
Og vill þetta oft!!
Til að græja sitt Laxa tartar.
500gr. Laxa flak
1 tsk. sesam olia
2 msk. sesam fræ
1 lime
lúka kórander
smá rifið engifer
Roð hreinsa laxinn og skera í litla bita.
Blanda öllu saman í skál.
Og hræra vel saman ❤
Lime er svo gott vel kreist yfir….finna sitt hvað maður þarf mikið af lime.
Þetta er líka gott í sushi rúllur 🙂