Hollari brauðlausar snittur.

Ég elska svona sætkartöflu snittur.
Bæði svo góðar og annsi fallegar á veisluborðið.
Það er hægt að leika sér með allskonar álegg á svona snittur.
Ég var með cashew hnetusósu, pestó, Sólgætis kínóa, ristuð fræ notaði Súper Omega fræblönduna frá Sólgæti.
Papriku og spírur.

Hér er góð aðferð við að baka sætkartöflusnittur.
Endalausir möguleikar með meðlætið. Um að gera prufa sig áfram.

Aðferð .

Skera sætar kartöflu í þunnar sneiðar.
Passa hafa þunnar sneiðar og allar í sömu þykkt.
Gott er eftir að hafa skorið alla kartöfluna niður að láta sneiðaranar í plastpoka eða box.
Skvetta olívu olíu yfir kartöflurnar ásamt Eðal salti.
Loka pokanum og blanda innihaldinu vel saman.
Fínt að nudda aðeins saman.
Þá skella sneiðunum á bökunarplötu með bökunarpappír undir.
Og baka á 180 gráðum.
Ég baka þetta yfirleitt I 15-20min.
En fylgast með allan tímann.
Gott að snúa sneiðunum við einu sinni.
Passa hafa ekki mjúkar heldur vel þurkaðar ….og alls ekki brendar .
Já nú reynir á bökunarhæfileikana .

Súper einfalt ostalaust pestó

Innihald

50gr. cashew hnetur Sólgæti 125ml. extra virgin olive oil Biona 30gr. fersk basilika
20gr. spínat
1-2 rif hvítlaukur
1 tsk. hunang
1⁄4 tsk. Maldon salt
2 tsk. epla edik

Aðferð

Blanda öllu saman í matvinnslu vél. Vinna eftir smekk.
Mér finnst gott að hafa þetta vel unnið. Öðrum finnst betra hafa grófara.

Skella í skál og gott að eiga í ísskáp.
Pestó er gott með svo mörgu.
Kjúkling, baunum, fisk, samlokum og vefjum.

Cashew hnetusósa með ristaðri sesam olíu

Innihald

1 1/4 dl. cashew hnetur (gott að leyfa liggja í bleyti í 4 tíma áður)
1 1/2 dl. ristuð sesam olía
2 1/2 msk. Tamarisósa
6 msk. safi úr sítrónu

8 döðlur (gott að leyfa liggja í bleyti í 10min áður, eða nota döðslusíróp frá Biona)
1 tsk. Maldon salt
Krydd eftir smekk.
Tildæmis salt,pipar, chillí, cayenne pipar

Allt saman sett í blandara og unnið vel saman.
Á að verða silkimjúk sósa.

29919994_10156035428550659_1961023212_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s