Satay kjúklingasalat.

Græjaði kjúklingasalat í gærkvöldi sem alveg hitti í mark hjá okkur fjölskyldunni.
Ég var ekkert sérstaklega að gera nýja uppskrift og þannig verða hlutirnir bestir bara skutla þessu og hinu í gleðina 🙂
En reyni eftir bestu getu eftir að hafa fengið óteljandi skilaboð á snapinu með uppskrift af þessu salati.
Njótið ❤

UPPSKRIFT.

2 pakkar kjúklingalundir (var með frá Ísfugl)
2 bollar soðið heilhveitipasta (skrúfur)
1/2 krukka feta í bláukrukkunum
3 msk. Whole earth hnetusmjör
1 dl. matreiðslurjómi (eða kókosmjólk)
1 avacado
1 búnt lambhagasalat
1 gul parika
1/2 agúrka
1 rauðlaukur
8 jarðaber
1 Kallo grænmetistengingur (leysa upp í 1 dl af sjóðandi vatni)

Olívuolía til að steikja upp úr (ég er sparsöm á olíuna í þessum rétti)
Krydd á kjúllann salt, pipar og Heita pizzakryddið frá Pottagöldrum

AÐFERÐ

Steikja kjúklingalundirnar upp úr olíunni og krydda.
Bæta við grænmetinu og steikja áfram
Þá  grænmetissoð og leyfa sjóða örlítið saman .
Síðan bæta út í hnetusmjörinu og hræra öllu vel saman og leyfa rétt að malla.
Bæta svo rjómanum við í lokin.

Á meðan að kjúllinn mallast og kólnar örlítið er gott að skera til grænmetið í salat.
Bæta svo við soðnu pastanu og kjúllann á toppinn 🙂
Fínt að krydda aðeins með svörtum nýmuldnum pipar í lokin.

35695459_10156226648550659_3205273619865272320_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s