Beikonvafðir þorskhnakkar.

Stundum þarf smá púsluspil við matarborðið þegar að kemur að fiskneyslu á mínum bæ.
Sumir vilja bara bleikan fisk og alls ekki hvítan og öfugt 🙂
Þá reddum við bara málunum.
Lax í eldfast mót kryddað með eðalsalti og sítrónupipar frá Pottagöldrum:
Djúsí deLux svona fiskur.
En sá hvíti var líka tær snild. Beikonvafðir þorskhnakkar með ferskum aspas og rifnum piparosti.
Bjó til kryddblöndu úr pipar og Eftirlæti hafmeyjunar líka ásamt slettu af olívu olíu til að bleyta aðeins upp í kryddinu.
Þá setti ég rifin pipar ost með (notaði hálfan ms piparost)
Skar niður þorskhnakkana og aspas. Setti aspas á fiskinn og ost og vafði beikoni utan um.
Lagði í eldfast mót og bakaði í 25 min (eða þangað til beikonið er reddý)
Tær snild og gott að vefja vel af beikoni svo osturinn haldist innan í og leki ekki um allt mótið.
Þetta var vel djúsí súper einfalt og gott.
Ég var með eitt stórt vænt stykki af fisk og einn lítinn pakka af beikoni á móti.
Hálfan pipar ost , hálft búnt af aspas og krydd.
Meðlætið var meira af aspas með smá bökuðum piparosti.
Avacado og mangó.

29133647_10155972056565659_3776384925977018368_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s