Eitt af því skemmtilegra sem ég geri er að skreppa á námskeið hjá Salt eldhús.
Alltaf svo mikið úrval af allskonar flottum námskeiðum þar í gangi.
Yndislegt að koma til þeirra og njóta kvöldstundar 🙂
Dásamlega fallegt eldhús og viðmótið svo gott.
Jú kostar helling 🙂
En svo sannalega þess virði ❤
Og nei þetta er sko ekki kostuð umræða heldur ánægð kona sem vil deila gleðinni áfram.
Síðast fór ég á https://salteldhus.is/is/product/smarettir-mid-austurlanda
Og verð að segja að þetta var vel valið og einstaklega flottir og bragðgóðir réttir.
Matur frá Mið austurlöndum er yfirleitt alveg í stíl við það mataræði sem hentar mér best.
Lítið af unnum mat og hollur og góður.
Endilega tékkið á þessu námskeiði.