Hugurinn er rússibani.

10462748_688934081153672_6357940599658717427_n

Góðan daginn.

Ég spái svo oft í það sérstaklega núna þegar að ég þarf að hafa fyrir hverju grammi .
Þarf að passa mig að fitna ekki aftur.
Þarf að passa halda mataræðinu réttu.
Hafa hreyfinguna inni….koma líkamanum í gott form 🙂
Ekki nota hreyfinguna sem „Refsingu“
Aldrei fara í gymið með það í huga að slátra helv!%“$# draslinu sem þú óvart borðaðir 🙂
Hreyfingin er ekki til að nota sem píningu á slæmt mataræði.

Til þess að grennast.
Við vitum öll nákvæmlega hvernig við förum af því .
Sérstaklega við sem höfum og erum feit.
Við gætum nánast tekið næringaprófið upp á töluna 10.
Þetta er ekki af því að það er til svo mikið af góðum mat.
Allir skyndibitarnir eru þarna….
Eða að við nennum ekki að hreyfa okkur.
Að við elskum sófann.
Þetta er HUGURINN!

Við sem erum með genin .
Við sem höfum orðið það feit að líkaminn hefur orðið alltof stór og úr sér gengin.
Það er nánast varla hægt að setja okkur í megrun og ætlast til að „Stína stöng“ mæti á svæðið nokkrum mánuðum síðar.
Tala nú ekki um ef „Stína“ á að vera mjó lengi….án þess að blása út aftur.
Við þekkjum öll Jó-Jó megrun sem höfum barist við offitu nánast alla okkar ævi.
Búin að prufa allan andskotann.
Taka töflur, renna niður dufti, megrunar þetta og hitt….meira að segja búið að troða megrun í eyrnalokka 🙂
Ennþá rekst ég á svona auglýsingar megrunar þetta og hitt.
Maður bara innbyrgðir og lekur niður….meira að segja stundum auglýst „flatur magi“ á skotstundu….

En hvað þá…ef ekkert virkar??
Eigum við þá bara að gefast upp?
NEIBB.
En viðurkenna að skyndilausnir virka ekki.
Til þess að koma offitu sjúkling í form þarf ekki að á hann sé öskrað í einhverju GYMI!
Við sem glímum við offitu erum í nógu miklu basli sjálf og öskrun nánast daglega á okkur sjálf…..öllum illum nöfnum þarna inni.
HUGURINN er sýktur og það þarf að ná taki á huganum.
Við sem höfum orðið svona feit vitum alveg að það er ekki gott fyrir okkur.
Þetta er ekki ákvörðun sem maður tekur ….að „Verða“ offitusjúklingur.
Það er hugurinn….áföll og margt miður skemmtilegt sem við höfum sennilega öll orðið fyrir .
Jú og genin…
En það er hugurinn enn og aftur sem við þurfum að ná tökum á.
Sannfæra sjálfan sig inn á bjarta braut.
Einn dag í einu.
Tala sjálfan sig upp.
Hugsa sjálfan sig upp.
Brosa framan í sjálfan sig í speglinum.
Trúa á sjálfan sig.
Við „Getum allt-„skal“ gera mig sterka – „vil“ gera allt sem í mínu valdi stendur að koma sjálfri mér til betri heilsu 🙂
Kílóin koma og fara….það vitum við.
En það er hugurinn sem má ekki komast á slæmt flug og byrja brjóta niður….hættum að hegna okkur fyrir allt.

Þetta er það sem ég er búin að vera pæla svo mikið í
Og varð að koma þessu frá mér….“Takk fyrir að lesa“

Eigið góðan dag 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s