Borða sig frá offitu og njóta lífsins.

10348232_10152410210600659_8647858361347526680_n

Góðan daginn.

Ég verð eiginlega að útskýra aðeins afhverju þessa mynd ?
Ég vil sýna hvað hægt er að gera með mat.

Fyrri myndin af mér er tekin fyrir 7 árum.
Hin fyrir nokkrum dögum.
„Hvað hreinn matur getur gert fyrir okkur“

Fæðan okkar er fyrir mér heila málið.
Vandaðu valið.
Því þetta sýnir mér svart á hvítu hvað fæðan er öflugt tæki.
Ég var mikið veik á þessu tímabili þarna fyrir 7 árum.
Slæm af MS og Rósroða.
Þurfti að sprauta mig með MS lyfi sem gerðu mig ennþá veikari
Ég þurfti að taka lyf til að halda út daginn.
Lyf sem kostuðu þá ….tugi þúsunda.
Sem betur fer lenti það ekki allt á mér…heldur tók ríkið þátt í.
Semsagt mikill kostanður fyrir ríkið.
Ég tók verkjalyf því ég var svo verkjuð.
Tók svefnlyf því ég gat ekki sofið.
Ég var með þungan huga og spáði lítið í innihaldið í fæðunni minni.
Vítahringur.
Ég var með yndislegan lækni og sjúkraþjálfa.
Reykjalundur og Grensárs voru þeir staðir sem ég var stundum með smá viðveru á.

Lífið snérist um veikindi .
Það sem mér finnst merkilegt er að ENGIN benti mér á að taka til í mataræðinu og léttast.
Engin benti mér á að mataræði fyrir MS sjúklinga væri stór þáttur í að ná að halda heilsu.
Engin benti mér á að rósrauði er verri í þyngri líkama .

Þetta ætti að vera svo sjálfsagt að benda fólki á þetta.
Ég er ekki að segja að þetta sé öðrum að kenna.
En sem fagfólk á það að hafa vitið fyrir því hvernig hjólin virka
Er þetta afþví að offita er „Tabú“ eða svo mikið feimnismál að ekki má ræða???
Ég er ekki að segja að mataræði sé lausnin á öllu.
Þótt ég sé með öllu lyfjalaus í dag.
Að ég hafi náð að snúa við mínu blaði er ekki þar með sagt að það geti allir hent lyfjunum sínum.
En vittu til það er hægt að ná ótrúlegum árangri með réttri fæðu og hreyfingu.
Líkami sem er komin í svona mikla offitu virkar ekki rétt.
Og er svona svipað fyrir komið og „Harður diskur“ sem er alltaf að leita og reyna laga sig.

Ég er ennþá að reyna bæta mig í mataræði
Læra meira á hverjum degi hvað er það sem líkaminn vill til að verða sem ferskastur
Ég nota kryddin mín sem lækningu 🙂
Ég nota matinn minn sem fæðu til bata.
Vatnið nota ég til að halda mér vel vökvarðri 🙂
Og það sem er heila málið í þessu öllu og mest skiptir máli SVEFNINN!
Hann verður að vera í lagi.

Síðan er að koma sér útúr „Aumingja ég“ hringnum og „Afhverju ég“
Vinna úr því sem við höfum 🙂
Líta á lífið sem spennandi ferðalag.
Og njóta þess að vera til.

Lesandi góður .
Lífið þarf ekki að vera erfiðara en það er
Léttum okkur lífið með réttrri fæðu og hreyfum okkur.
Hrein fæða .
Reyna sleppa aukaefnum.
Elda heima.
Elda frá grunni.
Borða lifandi fæðu.
Umfram allt finna sitt 🙂

Jæja ég er komin í gallann….reyndar með herkjum því muniði eftir harðsperrunum síðan í gær?
Þær eru ekki betri í dag
Elska þessa þjálfara í Heilsuborg .
Koma manni alltaf aðeins lengra en hin venjulega húsmóðir í Breiðholti ætti að venjast
Hreyfum okkur og njótum lífsins.

Eigið góðan dag .

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s