Silugur frá Hafinu Hlíðarsmára.

11130769_10153143529635659_1546109671_n

Kvöldmaturinn.

Já nú var veisla ❤

Sumardagurinn fyrst og um að gera fagna sumri með silung 🙂
Ætlaði að fá mér lax í Hafið Fiskverslun​ í gær en eins og alltaf dett ég bara í valkvíða við það eitt að líta á fiskborði hjá þeim.
Ég elska að kaupa hreinan fisk og gera sjálf 🙂
En svo eru líka tilbúnir réttir þarna sem ég elska …..eins og sósan með basilikum lime frá þeim!

En þetta varð að dúndur veislu.

Salatið græjaði ég fyrst.
Spírur
Ydduð gúrka
Rauð paprika
Mangó
Avacado
Wasabi hnetur
Feta kubbur
Feta í bláu krukkunum
Sjúklega gott..og brakandi fersk 🙂
Spírurnar eru svona krúnsí 🙂

Þá var ég með hvítlaukskartöflur.
Sýð þær fyrst…sker svo niður og blanda hvítlauk-smjöri og kokosolíu.
Salt og pipar og inn í ofn 🙂
Þetta er uppáhalds hér á bæ.

Svo var það fiskurinn mama mía !

Ég steiki hann á grillpönnu.
Fyrst með roðið upp.
Síðan sný ég fiskinum við og steiki aðeins roðið.
Ég nota bara salt-pipra og lime til að krydda.
Steiki upp í smá smjöri…..
Maður þarf ekki mikla feiti á svona grillpönnur.
En afþví ég steikti helling..varð ég að láta í eldfastmót og stinga inn í ofn á milli steikinga 🙂
En í lokin var ég búin að saxa niður möndlur frá Heilsu og þurr rista.
Þá vel stökkar…..skelti þeim svo ofan í feitina í smá stund ( ekki mikil feiti) og vel saxaðan ferskan chillí.
Velti þessu aðeins og svo skelti ég þessu yfir silunginn.
Aðeins inn í ofn…og svo bara njóta 🙂

Salatið með þessum fisk…sjúklega gott 🙂

Þessi silungur minnti mig á sól og sumar.
Hlakka til að grilla úti og njóta 🙂
Mæli með að þið kíkið í þessa fiskbúð bæði í Spönginni og eins Hlíðarsmára…..ég er allavega komin með mína uppáhaldsbúð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s