Hádegið hjá mér í dag er tvíréttað 🙂
Því ég er að prufa að gera snittur sem ég lærði á námskeiði hjá Margrét Leifs heilsumarkþjálfun .
Og verð bara að fá að njóta 🙂
Þetta er svo mikil snild.
Og frábært til að bjóða upp á í veislum 🙂
Sætar kartöflur skornar mjög fínt í snittu lagaða bita.
Í plast poka eða lokaða skál setja smá af olíu og góðu salti.
Kartöflurnar ofan í eftir að vera búin að skera í rétta stærð.
Hrista vel saman.
Leggja síðan hvern bita á smjörpappír á ofnskúffu.
Og baka þangað til gyllt.
Alls ekki brenna þær …mjög auðvelt 🙂
Líka hægt að nota sem „kartöflu flögur“
Eftir eldun er gott að leifa þeim að þurkast vel a pappírnum.
Og nota sem „snittubrauð“ eftir að kólnar og verður pínu stökkar.
Síðan er nú bara að leika sér með innihaldið 🙂
Ég var með Philipo Berrio grænt pesto
avacado
papriku
spírur
ristuð Rapunzel fræ ( fræ blanda i pokun)
Þetta er nammi 🙂
Og núna er að njóta súpunar 🙂