„Dinner in making“
Ég er með heilan kjúkling í svörtum potti mallandi inn í ofni 🙂
Kryddaður með Arabíska Draumnum og Creola kryddinu frá Pottagöldrum-salt.
Borðum snemma á fimmt. því íþróttaæfingar og alles.
Meðlætið 🙂
Bakaðir tómatar með salti og basiliku
Sveppir með camenbert osti og Eþíóska kryddinu frá Pottagöldrum
Sætar kartöflur salt-pipar og örlítið af olíu
Rauðpaprika…verður dýsæt og góð svona bökuð 🙂
Þetta fer allt saman inn í ofn á eftir og bakast í fásemdar meðlæti 🙂
Það þarf enga sósu og aukahitaeiningar með svona meðlæti.
Tekur 10min að græja!
Já hollustan þarf ekki að vera flókin ❤