Kvöldmaturinn.
Lax og alsæla 🙂
Ég hreinlega elska lax.
Vel eldaður lúna mjúkur…lax beint úr ofninum bara sælgæti.
Ég set flökin í eldfast mót og krydda með salt-pipar-creola kryddinu frá Pottagöldrum.
Vel af sítrónu safa yfir 🙂
Elda hann í svona 15-20 min í sjóðheitum ofni.
Meðlæti.
Avacado og mango salsa.
Aðferð.
Skera niður smátt.
Avacado
Mango
Rauða papriku
blanda vel saman….
Síðan skera niður aðeins af chilli….
Og örlítið af steinselju og öllu blandað saman….kreista aðeins lime safa yfir.
Oan á ristaðar möndlur og kokos.
Sætar kartöflur og bakaður tómatur 🙂
Þetta er með því betra sem ég fæ 🙂