Healthy Mind and Body

Góðan daginn.
Þið vitið flest öll að ég starfa með sjúklingasamtökum í Evrópu út frá http://www.easo.org
European Association for the Study of Obesity.
Við erum frá mörgum Evrópulöndum sem störfum innan þessara sjúklingasamtaka.
Erum alltaf að verða frá fleiri og fleiri löndum sem taka þátt.
Ennþá vantar nokkur lönd upp á.
Þar á meðal Noregur 🙂
Þannig ef einhver þarna úti vinnur með offitusjúklingum í Noregi endilega hafa samaband.
Við erum fjögur sem tókum að okkur að vera verkefnastjórnar að verkefnum fyrir sjúklingasamtökin.
Mitt verkefni „Healthy Mind and Body“
Þau sem vinna með mér á þessu eru frá Svíðþjóð, Tékklandi, Írlandi og Póllandi.
Við vorum að gefa okkar fyrsta fréttablað út fyrir Evrópu 🙂
Ég er svo stolt af okkar verkefnum og hvet ykkur sérstaklega til að lesa söguna hennar Susie Birney frá írlandi.
Hún glímir við erfiða átröskun.
Og eftir að hafa ferðast með henni á hinar ýmsu ráðstefnur og setið með henni í veislum og matarboðuð og fylgst með hvernig hennar líf er að þá verð ég að segja að fyrir mér er hún einstök hetja.
Hún er að opna fyrir umræðu sem hefur verið lokuð.
Það fylgir mikil skömm svona átröskum sem og fleiri átröskunum.
En með því að ræða opinberlega um sinn sjúkdóm og fræða aðra opnast vonandi umræðan á faglegri nótum.
Öll erum við að glíma við allskonar ❤
Opnari umræða um offituna og lífið sem því fylgir.
Við erum ekki samtök sem gefa út fyrir það að allir eigi að verða í einni og sömu stærð.
Við erum samtök sem berjumst fyrir virðingu og faglegum umræðum sem koma að offitunni.
Hvet ykkur til að skoða fyrsta fréttablaðið sem gefið hefur verið út af sjúklingasamtökunum mínum ❤
Stolt stepa sem þetta skrifar og eiginlega bara annsi spræk og stend upprétt og skælbrosandi með von um að umræðan um offituna verði á þeim nótum að við getum rætt þetta án þess að dæma og gagnrýna hvort annað fyrir líkamlega stærð ❤
Við eigum öll okkar rétt að líða vel í eigin skinni ❤
Njótið dagsins.

HMB

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s