Góðan daginn.
Ég var ein af þeim sem var alltaf að leita eftir hinni einu sönnu réttu aðferð af stórkostlegri megrun.
Að ná loksins af sér þessu „drasli“ og verða flott.
Elti uppi allskonar vitleysu 🙂
Hef prufað ja sennilega næstum allar aðferðir í geimi hér.
En það var líka málið ég elti….
Og gerði allt eftir bókinni.
Aldrei á mínum forsemdum.
Heldur var ég mötuð af uppl. um hvernig þetta ætti að fara fram.
Og sumt hreinlega passaði bara alls ekki við mig.
Sennilega var það sítrónukúrinn sem situr mér enná hroll fast í minni 🙂
Jább númer 1 á listanum yfir „fólk er fífl“ og ég hreinlega get dáið úr hlátri við tilhugsunina hvaða rugl ég gat látið vaða yfir mig.
Hitti einusinni dásamlega konu sem hafði lést mikið.
Jú hafði reyndar verið mikið veik…svo kílóin hrundu.
En var líka að taka „Ble og bla“ og mikið af magnesíum með.
Ég út í Apótek verslaði gossið og beið eftir að skíta hreinlega allri minni fitu af á svona viku tíma eða svo.
Já svo ég hef sko prufað nánast allt 🙂
En ekki lét ég víra mig saman hér á árum þegar að það var mesta trendið.
Nokkrar sem ég þekki létu allar víra sig saman hjá sama tannsa og fóru í viku frí í sumarbústað ætluðu að koma mjóar heim 🙂
Komu allar heim aftur….en voru ekki í viku.
Kom allskonar upp á….og inn í því var líka sjúkrabíll.
Sem betur fer finnst mér eins og við séum að slaka á aðeins.
Að við séum að skilja að svona stíð við okkur sjálf gengur ekki upp.
Við verðum að borða það sem við getum látið ofan í okkur 🙂
Minn maður borðaði í einum kúrnum með fingur klipið um nef……grenntist helling en skaust upp sem raketta þegar að venjulegur matur var svo settur inn aftur.
Hann hefur ekki verið fyrir mikið grænmeti síðan.
Fékk nóg…
Sorglegt .
Hver vill lifa þannig að fæðan sé svo svakalega vond að það þurf nefklemmu við matarborðið.
Finnum okkar takt 🙂
Og á okkar forsemdum.
Setjum upp okkar eigin matseðla.
Fáðu hjálp 🙂
En þú ræður!
Finndu út hvað gæti hentað þér til að líða betur.
Hvaða mataræði ræður þú við 🙂
Ég er allavega búin að finna mitt.
En það er sko alls ekki að það henti næsta manni 🙂
Ég vil meina að meðalvegurinn sé svarið við öllu 🙂
En hann er töluvert mál að halda sér á.
Og þarf að dansa oft upp og niður til að halda sér þar.
En er það ekki líka málið….því annars væri þetta lífi bara flatt 🙂
Njótum matar ❤
Og njótum lífsins.
Finnum okkar takt.
Eigið góðan sunnudag ❤
Það er svo gott að lesa pistlana þína fyllist alltaf svo mikilli orku og það heldur mér á beinubrautinni. Takk takk
Takk fyrir þetta 🙂
Og takk fyrir að lesa.
Mér góð hvatning 🙂