Janúar mánuður er mörgum erfiður.
Allt á einhvernvegin að gerast.
Og miklar væntingar og kröfur á okkur sjálf í gangi.
En kommon gott fólk 🙂
Förum bara áfram af skynsemi.
Og hættum að ætla gleypa allan heimin á hverju nýju ári.
Förum bara áfram af kærleik ❤
Og náum þessu bara með einu degi í einu.
Borðum góðan mat og njótum 🙂
Sofum vel og hvílumst.
Nú og nota æfingarkortið 🙂 🙂
Eða skella mannbroddum á kuldaskónna….og út á svellið.
Í hádeginu fékk ég mér mat sem ég ætlaði að borða á jólunum.
En gleymdi alltaf og svo allt í einu er janúar að klárast bara.
Svo skelti í rækjusalat með avacado bara í tilefni af þessu öllu saman.
Aðferð.
Rækjur
Avacado ….vel þroskað en ekki í mauki.
Sósan.
Sítróna (bara safinn)
Sýrður rjómi eða grísk jógúrt
Örlítið af sætu sinnepi
Örlítið af sollu tómatsósu:
Hræra saman og þynna vel með sítrónusafa.
Þetta á að vera vel sítrónað 🙂
Bæta svo avacado og rækjum saman við.
Hræra öllu saman.
Og vel af nýmulnum pipar og ristuðum sesam fræum saman við.
Svo gott og endilega fá sér slatta af góðu grænmeti með 🙂