Jæja langt síðan að ég skrifaði blog og það er nánast varla hægt að skrifa neitt nema spóla aðeins aftur.
Förum aftur til vorsins apríl 2019.
Þá voru stofnuð Sjúklingasamtökin ECPO og hérna er hægt að lesa aðeins nánar um það
Þessi samtök hafa verið lengi á dagsránni hjá okkur The Patient Council of EASO.
Höfum unnið innan EASO sem sjúklinga ráð í 6 ár.
Frá því okkur var boðið nokkrum einstaklingum frá hinum ýmsu Evrópu löndum að koma á ráðstefnu hjá EASO alla leið til Sofiu í Búlgaríu.
Þessi mynd er tekin við stofnun ECPO núna í apríl 2019 nánar tiltekið í Glasgow.
En eftir að hafa verið starfandi um alla Evrópu sem sjúklingaráð ákváðum við að stofna sjúklingasamtök en vinna ennþá með EASO.
En erum núna orðin sjálfstætt starfandi og vinnum sem regnhlífasamtök fyrir ansi mörg starfandi sjúklingasamtök innan Evrópu.
Mörg lönd eru komin framanlega með sýna vinnu og hafa náð miklum árangri innan sinna landa er kemur að fræðslu og stuðning fyrir fólk sem lifir með offitunni, hvort sem það er sjúklingurinn sjálfur, fjölskyldur, skólakerfi, heilbrigðiskerfi og svo framvegis.
En önnur lönd eins og tildæmis Ísland á engin sjúklingasamtök offitunar.
En með meiri fræðslu, vakningu og skilning hljóta slík samtök að verða til hér á landi.
Stofnun samtakana tók mikið á og vorum við oft á tíðum við það að gefast upp.
En allt er hægt með mikilli vinnu og endalausri þolinmæði.
Við tóku margir fundir og fyrirlestrar og þetta tók á. Hérna við háborð eftir að hafa haldið fyrirlestur út frá rannsókn ACTION IO https://www.novonordisk.com/about-novo-nordisk/changing-obesity.html
Þessi ráðstefna heppnaðist mjög vel og ECPO var vel tekið og við fengum mikið umtal um allan heim.
Enda löngu komin tími á slík samtök. Við sem stofnuðum þessi samtök ferðumst mikið og höldum fyrirlestra bæði á ráðstefnum sem og annarsstaðar.
Ég var kosin forseti ECPO og mér mikill heiður að vera kosin sem slík og hlakka mikið til næstu þriggja ára og komandi framtíðar fyrir samtökin okkar.
Við hér á landi eigum ekki samtök en við eigum fulltrúa Ísland innan ECPO. Og í dag erum við þrjár sem sitjum fyrir Íslands hönd innan ECPO.
Íslenska teymið innan ECPO.
Bjargey Ingólfsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir og Berglind Elva Tryggvadóttir.
En að vera forseti þessara samtaka þýðir að ég þarf að ferðat mikið og vera vel undirbúin slíkri vinnu. Bæði halda fyrirlestra og svara fyrir samtökin okkar.
Og eftir heimkomu frá Glasgow var mikið vinna framundan. Við fórum nokkur til Brussel og héldum þar fyrirlestra og sátum fyrir svörum á stefnumótunar ráðstefnu á vegum EU.
Þar var verið að reyna kortleggja þörfina á betri þjónustu fyrir fólk sem lifir með offitunni. Og voru komnir helstu ráðamenn heilbriðgiskerfis innan EU og ansi áhugavert að fá að fylgjast með.
Hér ásamt varaforseta ECPO Audrey Roberts, Susie Birney ritara ECPO og Stephanie deGiorgio lækni frá UK .
En í Brussel vorum við líka með flottan Media Masterclass deginum áður þannig að mikið var um að vera í Brussel fyrir okkur sem tókum þátt.
Það var förinni heitið til Dublin. Og þurftum við að komast sem allra fyrst frá Brussel upp í flugvél og hendast beint af flugvellinum inn á ráðstefnu ASOI sem eru Félag fagfólks um offituna á henni Írlandi http://asoi.info/
Við vinnum bæði með sjúklingum og fagfólkinu sem vinnur innan heilbrigðiskerfis og kemur að offitunni.
Þessi ráðstefna hefur verið haldin áður en í fyrsta sinn sem einn dagur er tekin frá fyrir okkur sem lifum með offitunni. Og bæði við sem vinnum innan ECPO sem og írarnir sjálfir voru með fyrirlestra og fræðslu.
Minn fyrirlestur var um hvað hægt er að gera til að breyta mataræði hjá fjölskyldum.
Og hvernig mér tókst að breyta mataræði innan minnar fjölskyldu.
Og svo var það núna í júlí sem við hittumst hérna á Íslandi stórn og framkvæmdarstjórn ECPO. Við höfðum þrjá daga og vel pakkaða dagskrá. Stefnumótunar fundur og við þurftum að koma stefnuskránni okkar á blað!
Eftir þrotlausa vinnu og ansi marga klukkutíma tóks okkur verkið.
Og erum við komin með fullmótaða stefnuskrá sem kynnt verður síðar í sumar.
Við gistum öll á hóteli hér í Reykjavík og Heilsuborg var svo dásamleg að bjóða okkur fundaraðstöðu fyrir þennan fyrsta stefnumótunar fund. Og stöndum við í mikilli þökk til Heilsuborgar sem stóð sig með eindæmum vel sem gestgjafi þessa daga sem við unnum af krafti í sjálfboðastarfi og magnað hvað margir eru tilbúnir að koma að og vinna af heilhug. Við sem vinnum innan ECPO gerum þetta af hugsjón og þeirri trú að við getum gert betur fyrir fólk sem lifir með offitunni.
Við fáum áheyrn allstaðar að og tekið mjög vel í að starfa með .
Tekið fyrir utan Nauthól veitingahús hér í Reykjavík þegar að löngum fundum var lokið og komin tími á að halda upp á afrakstur botlausrar vinnu.
Það sem ég er stolt af þessum samtökum og okkar vinnu. Þetta fólk sem gefur vinnuna sína skilyrðislaust. Við erum bara að stækka og fleiri lönd Evrópu bætast við í hópinn í hverri viku. En að stofna svona samtök tekur mikið á !
Og fá þetta allt saman til að virka!
og verð ég að setja hérna inn mynd af okkur , Vicki Mooney sem er framkvæmdarstjóri ECPO án hennar værum við enn á byrjunarreit. Hún Vicki er mögnuð manneskja sem hefur drifkraftin, hugsjónina og vonina að leiðarljósi.
Og hér stöndum við saman við skilti sem er með herferð okkar „People First“ Við erum alltaf bara fólk!
Sama hvaða stærð fólk er í þá erum við bara venjulegt fólk 🙂
Hún Vicki Mooney er einstök manneskja og góð vinkona.
En í þessum rituðu orðum er ég að fara henda ofan í ferðatösku og hendast til Tampa í Florída. Þar verð ég á ráðstefnu næstu daga á vegum OAC https://www.obesityaction.org/
og í lok ráðstefnunar förum við Vicki á fund annara samtaka hvaðan af úr heiminum því í bígerð er að stofna alheimssamtök. Þetta verður spennandi verkefni og hlakka mikið til í að taka þátt. Já Lífið hefur tekið óvænta stefnu fyrir gaflara stelpuna sem ætlaði bara að prófa að eignast betri heilsu hjá Heilsuborg. Lífið er ævintýri og ég tek svo sannarlega þátt í því .