Matarmarkaður í Lisabon.

Ég er nýkomin frá Lisabon í Portugl. Var þar á stjórnarfundi sjúklingasamtaka http://www.easo.org
Kom þar á miðvikudegi snemma dags og áttum við góðan frídag áður en stíf fundarhöld hófust. Meðlimur í stjórninni hann Carlos sem er einn stofnandi www.adexo.pt samtök offitu sjúklinga og fyrverandi offitu sjúklinga í Portugal tók vel á móti mér og Sheree sem vinnur hjá EASO og er okkur í sjúklingasamtökunum innan handa.
Við Sheree ferðuðumst saman frá London og hún er með góða innsýn inn í heim offitunar.
Þau vita bæði af mínum mataráhuga 🙂
Þar sem þau vinna bæði  náið með mér og fylgjast með síðunni minni á Facebook sem og hér og öðru því sem ég geri .
Þá var nú ekki annað hægt en að fara með okkur á Time Out matarmarkaðinn í Lisabon.
Himnarnir opnuðust 🙂
Fyrir utan hvað veðrið var dásamlegt við lengingu 27 stig og sól að þá var borgin strax einhvernvegin mín.
Þið vitið stundum dettur maður bara inn í menninguna.
En þegar að ég gekk inn í þessa matarstemmingu….
Og sá þetta allt saman í lifandi ljósi …hafandi verið að kíkja á þetta allt saman á netinu áður en til Lisabon var komið.
Þetta er rosalega flott og jafnvel 100 sinnum meira en það 🙂
Allur þessi flotti matur .
Og ég hreinlega datt um koll þegar að ég kom inn á grænmetismarkaðinn.
Eins og lítið barn í endalausu nammilandi hreinlega nýlennt í heimi sólar og gleði inn í svona litríkan heim.
Ég fékk að koma við og lykta af allri þessari fersku vöru. Fékk mér ber í box og vá…
Mikið sem ég gæti átt heima í svona dýrðarlandi.
Þessi borg hún mun seint gleymast.
Væri til í að koma mér upp í flugvél aftur já bara strax og vera þarna til vetrardvala.
Elda úr þessu ferska hráefni.
Og ég má nú ekki gleyma fiskinum.
Portúgalar eru sjúkir í fiskinn. Og ég fékk ýmsar útgáfur í þessari ferð.
En það sem kom mér mest á óvart var þessi markaður og eins og þið sjáið á myndinni þarna til vinstri er lítið kennslu eldhús.
Semsagt flottur markaður með öllu því ferskasta og hægt að fara á námskeið í gleðinni.
Frá nokkrum klukkutímum upp í heilan dag.
Þar sem farið er með mann í smá sjopping og það ferkasta er verslað og svo eldað.
Nú svo er það besta það er sest niður og farið yfir hvað matur gerir fyrir okkur og njóta hvers bita.
Já Lisabon er mín Evrópuborg það er alveg á hreinu.

En gott fólk var ekki verið að tala um Hlemminn?
Gætum við ekki haft svona smá míní útgáfu af svona himnaríki upp á miðjum Laugaveginum ?
Þá aðalega þetta eldhús 🙂
Þar sem hægt væri að hafa míni námskeið.
Kenna fólki á fersk hráefni .
Leyfa börnum að elda úr því ferskasta 🙂
Ég er kannski bara svona ferlega bjartsýn og nýlent en vá hvað þetta gæti orðið mergjað!!!
Í staðin fyrir að ráfa um Kringlu eða aðrar verslana kjarna með dúðuð börn um helgar hvernig væri að búa til svona heim og njóta að vetri til.

Kveðja frá einni ofur bjartsýnni 🙂

14563498_653263211487943_1998803597812893457_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s