Sunnudags salat með Rækjum, Mangó og Avacado.

10363726_10152359597790659_3866770685176648709_n

Hádegið 

„Færðu aldrei leið á matnum …..ég meina lendurðu ekki í því að festast í því sama „
Þessa spurningu fæ ég all oft 

Svarið er glætan ég er eiginlega voðalega sjaldan með sama matinn 
Það er svo mikið til af flottum hollum fallegum girnilegum mat….úllala .

Og ef maður bara aðeins vandar sig með sjálfan sig…þá getur maður verið í 5 stjörnu fæði hjá sjálfum sér 
Nammi hvað þetta var gott 🙂

Salat.

Iceberg
Rucola
Gúrka
Vorlaukur
Tómatur
Paprika
Mangó
Avacado
Rækjur
camentbert
Sítrónu safi
Balsamik gljái frá Sollu
Nýmulin blandaður pipar

Skera Avacado og mango .
Blanda saman í skál með rækjum og kreista vel af sítrónu safa yifr.
Síðan bara dunda sér að gera eins girnilegt salat og hægt er.
Og bara njóta.

Færðu inn athugasemd