Kvöldmaturinn.
Kjúklinga bringur með silkimjúkri pínku Indverskri sósu .
Rosalega gott
Innihald.
5 Kjúklingabringur
I dós Mnago frá Nature’s Finest á Íslandi
2 msk. Kotasæla
2 msk. Léttur sveppa ostur í öskju
1 Sellery stöngull
1 rauð paprika
3 Vorlaukar
1 rif Hvítlaukur
3 Gulrætur
1 msk. Kokos mjöl
1 tsk. Karry Pottagaldrar eða annað mjúkt karry
1/2 tsk. Garam Masala Pottagaldrar
örlítið Cayenepipar ( má sleppa elsdsterkur)
chilli Falk salt
Nýmulin blandaður Pipar
Aðferð.
Hella vökvanum af Mangóinu og setja í blandara.
Bæta við kotasælu , sveppaosti og hvítlauk.
Kryddað til með Karry , garam masala , salt og pipar.
Allt unni saman í silkimjúka blöndu.
Þá er að hella öllu í skál.
Skera allt grænmetið smátt og bæta í blönduna ásamt kokos.
Eldun.
Leggja bringurnar í elfast mót.
Krydda með salt og pipar.
Næst er að setja blönduna vel yfir bringurnar .
álpappír yfir og inn í heitan ofn.
Ég er ekki með blástursofn svo ég var með mótið í 50min á 220gráðum í ofninum.
Svo þetta getur verið misjafnt eftir ofnum hve eldurnar tíminn er.
Þetta borðaði ég með sætum kartöflum.
Skar þær í litla teninga og í eldfast mót.
Olía yfir , salt , pipar og Garam masala.
Eldaði jafn lengi og kjúllinn.
Dásamlegur matur og sósan ekkert til að hafa áhyggjur af
Allt þrusu hollt bara .