Sjúklega gott Lasanja.

12016727_10153493996670659_107841492_n

Kvöldmaturinn 🙂

Skrapp í Nettó i dag og fékk 3 flotta bakka af hreinu og góðu ungnautahakki.
Og ekki skemdi fyrir að þeir voru á 50% afslætti.
Netto TAKK fyrir að leifa okkur að njóta þess að fá að kaupa mat sem komin er á dag.
Í staðin fyrir að skila og láta farga matnum…..fáum við tækifæri á að kaupa flottan mat og njóta 🙂
Og auðvitað ekkert að matnum bara komin á síðasta söludag.

Ég græja alltaf mínar pastasósur sjálf.
Flest allar tilbúnar svona sósur fullar af aukaefnum og sykraðar.
Svo fann bara mína aðferð sem tekur ekki meira en 10min að græja og 20 min að sjóða 🙂
Hægt að elda helling og frysta.

Ég ákvað að skella i „risa“ lasanja 🙂
Steikti 1.5 kíló af hakkinu.
Græjaði sósuna og sauð svo allt saman í smá stund saman.
Þá græjaði ég þetta fína lasanja.
Notaði speltlplötur og kúrbíts ræmur.
Kúrbíturinn kemur æðislegur út með svona græju eins og á myndinni 🙂
Þennan skerara fékk ég í London um daginn.
Var mikið notaður á hráfæðisnámskeiðinu.
Þá eru svona kúrbíts ræmur notaðar í hráfæðislasanja.
Þetta er æði og ég nota kotasælu á milli laga.
Á toppinn aðeins meira kotasælu og mozzarella ost ❤

Núna á ég til nesti fyrri morgundaginn 🙂
Og jafnvel meira….því svona lasana er æði daginn eftir.

Það er líka bara hægt að sjóða kjötsósuna saman og nota með spagetti eða pastaskrúfum…velja heilhveiti 🙂
Og rífa parmesan yfir ❤

Þetta tekur enga stund að græja 🙂
Og svo miiiiiiiiklu betra en eitthvað upphitað rusl sem keypt er í frystinum!!!

Sósu uppskrift.

2 dósir Biona tómatur í dós.
1 rauð paprika
1 orange paprika
4 gulrætur
1 rauðlaukur
5 rif hvítlaukur
2 cm chilli
2 döðlur
pasta krydd frá Pottagöldrum
Creola krydd frá Pottagöldrum
Svartur pipar frá Pottagöldrum
Maldon salt
Vatn til að þynna….svona 1/2 dós vatn.

Skella þessu öllu í blandara og vinna í silkimjúka sósu.
Þá láta í stóran pott og smakka til …..fá sitt góða bragð ❤
Sjóða í svona 10min .
Á meðan sósan er að malla þá er að steikja kjötið.
Eg nota pottagaldra kryddin á kjötið.
Salt og pipar.
Eftir að kjötið er fullsteikt er að láta það ofan í sósuna og sjóða saman í svona 10-15 min….láta malla saman.
Reddý steddý og byrja föndra lasanja 🙂

Auglýsingar

Vikan .

11998219_10153457623645659_840271507_n

Já þá er konan bara komin á forsíðu Vikunar.
Ég er svo alsæl bæði með myndirnar og viðtalið 🙂
Stolt og þakklát.
Takk fyrir kæru lesendur að fylgja mér eftir og hvetja áfram.
Ótrúlegur stuðningur.
Og takk starfmenn Vikunar að leifa mér að segja mína sögu ❤

Kínóa og allskonar.

11857700_10153390453775659_1051782899_n

Ég er mjög hrifin af matargerð sem hægt er að geyma og hita upp 🙂
Og að það sé hægt að nota matinn í allskonar.
Bæta og breyta jafnvel einum rétt í eitthvað allt annað.

Ég á yfirleitt til í isskáp soðið Kínóa.
Ég er mjög hrifin af þeirri fæðu.
Þetta er örsmá fræ full af gleði 🙂

Á laugardaginn leit ég inn í ísskáp.
Var á hraðferð gleðigangan að skella á og mig vantaði glaðan fallegan mat 🙂
Skar niður grænmeti
Sveppi
Papriku
Rauðlauk
Vorlauk
Gulrætur
Kúrbít
Og steikti á pönnu.
Kryddaði með Maldon salti og pipar.

Á annari pönnu grill pönnu í þetta skiptið skelti ég smá smjöri, hvítlauk og chllí.
Og steikti hörpudiskinn .
Það þarf bara rétt að steikja þennan dásamlega fisk.
Og með ísl. smjöri sælgæti og nokkrum kornum af Maldon salti.
En ég nota sparlega 🙂
Þá skelti ég grænmetinu með og soðnu Kínóa.
Hræra þessu öllu varlega saman.
Sumir vilja nota smá Tamara sósu með .
En mér finnst best að nota hana bara eftir á.
Þetta tekur nú bara smá stund að græja.
Og var ég komin með góðan dall fullan af gleði inn í ísskáp eftir þessa reddingu.

Næstu tvö hádegi á eftir átti ég svo til reddý mat 🙂
Fyrri daginn hitaði ég disk fullum af þessu nammi í örbylgju.
Bætti svo við þurrsteiktum möndlum frá Sólgæti saman við.
Og fékk mér eina góða brauðsneið..nýbakað 🙂
Seinni dagurinn semsagt í dag .
Hitaði ég restina upp á pönnu og yddaði helling af kúrbít saman við og hitaði örstutt.
Kúrbítsnúðlurnar þurfa ekki mikla eldun.
Bara rétt að hræra saman við heitan réttinn.
Því annars verða núðlurnar linar og hálf soðnar.
Með þessu fékk ég mér stór kálblöð vel græn 🙂
Og steiktar möndlur með avacado stöppu.

Já hollustan má ekki vera mikið vesen 🙂
Og fínt að elda þannig að maður geti gengið að þessu góða án lítilla fyrirhafnar.
Ég er mjög á móti matarsóun svo mæli ekki með að fólk eldi stórt ef það veit að maturinn mun ekki verða nýttur.
Svo spá aðeins fram í tímann og plana sitt.

Mér finnst alveg ómissandi að eiga til grænmetis yddara.
Fékk minn á http://www.amazon.co.uk og leitaði undir „Veggetti“ spiral cutter.
Margir hafa verið að panta í gegnum Alibabaexpress og eins Ebay.
Ég veit líka að það fást yddarar allavega í Kokku á Laugarveginum.
Nota þetta litla góða tæki daglega.

Njótið dagsins.

Kjötbollur fylltar með mozzarella.

1545869_485492464931686_5526538254062146066_n

Skrapp í Nettó í Mjódd í dag og datt niður á flott nautahakk hreint og gott.
Stundum dettur maður á svona tilboð þegar að einn lífdagur er eftir á vörunni og fékk ég pakkana á 50% afslætti.
Og einhvernvegin langaði ekki í neitt svona hakkdæmi í matinn samt 🙂

Svo ákvað að gera góða kjötbollur.
Skelti 1 kg. af nautahakki í skál .
Bætti við .
2 eggjum
1 1/2 dl. hesilhnetur saxaðar ( án hýðis)
5 rif marin hvítlaukur
1/2 búnt kóríander vel saxað
1/4 vel saxað chillí eða meira …..bara eftir smekk ég er kræf á chillí 🙂
2 vel fullar msk. af Ítalska pastakryddinu frá Pottagöldrum
Maldon salt og pipar eftir smekk.
2 pokar mozzarella

Hræra öllu vel saman nema ostinum.
Gott að græja þetta bara með höndunum 🙂
Og móta svo góðar bollur og fylla með ostinum.
Þá elda þetta í eldföstu móti á 180 gráðum þangað til tilbúið.
Þá komin gyltur litur á kjötið og osturinn aðeins farin að kíkja .)

Þessar flottu bollur voru aldeilis fínar og auðvelt að bralla 🙂
Og smá tips….með Bernes sósu eru þær himneskar 🙂

Lúxus borgari á laugardegi .

Hamborgari

Kvöldmaturinn.

Hamborgari og höfum hann bara eðal 󾌵
Bestu nautahambó koma frá Þín Verslun Seljabraut að mínu mati 󾌵
Ég hef aldrei fílað brauð með borgurum.
Svo ég fékk mér með þessari snild.
Ost
Kál
Rauðlauk
Tómat
Yddaða gúrku
Bakaða papriku
Bakaða sætkartöflu skífu
Chillí
Avacado

Himneskt algjörlega !!!

Yndislegur hádegisverður.

11781729_10153347821575659_1186299340685137725_n

Dásamlegt að dekra aðeins við sjálfa sig 🙂

Margir eru í veseni hvað skal borða í hádegismat.
Kannski komin með leið á salat disknum og brauð samlokum.
Þá er þetta tilvalið.
Tekur bara 10 mín að græja svona dýrð.

Í þessar vefjur notaði ég.
3 stykki hrísgrjónablöð
Avacado
papriku
Yddaða gúrku
Yddaðar gulrætur
Kál
Hvítar baunir
Chillí
Bláber
Feta ost og nokkra dropa af olíunni ( notaði í bláu krukkunum)
Nýmulin pipar

Þetta er nú bara skítlétt að útbúa.
Byrja að skera grænmetið í þá stærð sem hentar.
Og hafa allt tilbúið 🙂
Þá græja hrísgrjóna blöðin eftir lýsingu á umbúðum.
Mínar bara fóru rétt í vatn og á hreint viskastykki þær mýkjast upp á 1 min og svo bara
raða því sem maður vill og leika sér svolítið 🙂
Það er nánast hægt að nota hvað sem er í svona vefjur.
En með rækjum og avacado ❤

Já hollustan er ekki vesen 🙂

Sumarið er tíminn .

11759463_10153341486810659_1233884389_n

Jæja nú ætla ég að vera duglegri í bloginu 🙂
Hef bara verið að njóta lífsins ferðast og eiga dásamlegar stundir.
En mataræðið svo sumarlegt og verð að leifa þessari mynd af fljóta með.
Sjáið hvað fæðið okkar getur verið fallegt ❤

Eigið góðan sunnudag 🙂

Fiskréttur sem fær bragðlaukana til að gleðjast.

11358775_10153265037450659_959475152_n

Kvöldmaturinn.

Ég er alvarlega skotin í steinbít.
Steinbítur er sælkera matur.
Og ég fæ hann lang bestan hjá Hafið Fiskverslun​
Alltaf svo ferskur og flottur.
Ég kaupi heilu flökin og búta svo til í steikur

Í kvöld græjaði ég rjómasósu með það er uppáhalds alla hér á mínum bæ.

Byrjaði á að steikja sveppi og papriku upp úr smjöri.
Þá tók ég grænmetið og setti til hliðar.
Bræddi smjör á pönnu með helling af hvítlauk og kóriander.
Steikti fiskinn og kryddaði með Creola kryddinu frá Pottagöldrum og berjasaltinu frá Urtu.
Fiskurinn verður alveg himneskur með þessari kryddblöndu.
Eins á grilli .
Svo skelti ég út í camenbert smur osti, vatni og grænmetiskrafti.
Og til að ná stemmingunni í hæðstu hæðir…..kaffi rjóma sletta yfir.

Ég borðaði með þessu yddaðann kúrbít en fjölskyldan kaus að fá sér spelt pastað frá Biona.
Sem er mjög gott pasta og eiginlega okkar uppáhalds pasta þessa dagana.

Þetta var algjört sælgæti ❤

Fyrir viku síðan á fallegum degi.

11391119_462670063880593_7030514084558255385_n

Fyrir viku síðan áttum við svo gullfallegan dag í London 🙂

Góðan daginn.

Jæja komin mánudagur 😉
Hér skín sólin ennþá og hitastigið þennan morguninn við morgunverðar matinn minn um 20 gráður.
London búið að vera sýna mér hve ljúf hún er á góðu sumri.

Í gær fór athöfnin fram og Aminata gerði mig af guðmóður .
Við vinkonurnar tvær grétum úr okkur augun ….að sjá litla engilinn
með bros út að eyrum.
Hún hafði aldrei farið í svona falegt dress og hljóp um og snéri sér í hring og sendi fingurkossa út um allt.
Hún er svo hamingjusöm og smitar endalausa gleði út frá sér.
Litla fallega Aminata sem hefði ekki átt neina framtíð ….en framtíðin er björt í dag.
Þessi gullmoli var sendur til okkar 😉
Og fyrir það er ég endalaus hamingjusöm.

En lífið í stórborginni heldur áfram 😉
Og ég er með tvær unglingsstúlkur í London gleðinni núna.
Þær eru í stuði og þjóta í lestarnar og kíkja í stóru búðirnar hlæja og hafa gaman.
Mín dóttir öllu vön í London og elskar að taka vinkonu með í gleðina.
Lífið er ljúft og ég ætla njóta síðustu dagana hérna og velta því fyrir mér …..hvernig kemst ég aftur út.
En þá bara aðra leiðina 🙂

Njótið dagsins.