MoodFood á Mallorca.

Jæja komin heim í veturkonung á Íslandi.
Skrapp til Mallorca á ráðstefnu og athugaði hvernig sumarið lítur út.
Jú ég get með sanni sagt að sólin virkar alveg ennþá og skín skært á eyjunni í suðri.
En Mallorca búar vilja nú sagt meina að þetta sé kaldasti mai í manna minnum hitastigið samt um 20 stig …..erfitt líf 🙂
logo
En hvaða stúss var á mér á Spánarströndum?
Mér var boðið á ráðstefnu sem haldin var í tilefni að fjögura ára rannsóknar vinnu er lokið.
MoodFood hefur verið að rannsaka áhrif fæðunar á depurð.
Niðurstöður komnar í hús 🙂
En því miður er ég bundin þagnareyð til haust eða þangað til niðurstöður verða opinberlega kynntar.
Sumt kom mér vel á óvart annað minna.
33032155_10156147526190659_237868500171882496_n
Þetta verkefni er annsi athyglisvert og mjög flott að þetta sé tekið til rannsóknar.
Við viljum flest öll almennileg svör hvað gerir fæðan fyrir okkur?
Eins með bætiefni og vítamín.
Með þessu móti er hægt að vitna í rannsóknir.
MoodFood fólkið kemur frá hinum ýmsu Evrópulöndum en annsi margir því tengdu samt frá Hollandi.
Við ræddum líka möguleikana á að koma þessu til heimilislækna og aðra í heilbrigðiskerfinu.
Hvað á mataræðið að kallast sem mælt verður með.
Margt sem þarf að huga að til að gera þetta aðgengilegt og athyglisvert.
Hlakka mikið til að sjá hvernig þetta kemur út allt saman .
32840707_10156147525830659_1838077712984440832_n
Hópurinn náði vel saman og fórum við í smá ferð til fjalla og stranda.
Fjöllin voru köld en niður við ströndina var sólin heit og skein skært.
Fórum á veitingastað sem bauð upp á einstaklega góðan mat.
Og vorum í marga klukkutíma að gæða okkur á spænskum kræsingum sem endaði í alsherjar Paellu veislu.
32777604_10156147526035659_2791855967921242112_n
Hef aldrei áður smakkað svona góðan spænskan mat. Allt eldað frá grunni og tími tekin í verkið sem skilaði sér í gómsætum mat.
Skoðuðum klaustur og sáum sólina setjast .
En svona ferðalög taka á.
Ég er komin heim rétt til að taka upp úr töskum og kveðja snjóin á ný.
Á dagskrá hjá mér er ráðstefna í Vínarborg.
Skrifa meira um það fljótlega 🙂
Verður annsi spennandi.
En á meðan læt ég mig dreyma um frí á sandströnd með sólina til að ylja verð að gera eitthvað í þeim draumi og sjá hvað sumarið bíður upp á.
33077909_10156147525990659_6463497881478234112_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s