Kjúklingalæri í sjúklega góðri sósu.

Þessi kjúllaréttur er bara hrein veisla 🙂
Fjölskylduvænn og góður.
Hægt að breyta til og gera græja í þessari uppskrift.
Sleppa heilhveiti og nota kókoshveiti….nú eða sleppa öllu hveiti.
Fyrir þá rjómasjúku má nota rjómann.
Bæta við meira af grænmeti og jafnvel cashew hnetum.
Um að gera prufa sig áfram krydd og þeir sem ekki vilja chilli bragð sleppa því að nota Heita pizzakryddið og væri tildæmis Oregano svo gott í staðin fyrir mýkra bragð.

Já lífið er ekki svart og hvítt og stundum langar manni bara í tæra veislu svona í miðri viku ❤

8 beinlaus kjúklingalæri
2 msk olífuolía
250gr sneiddir sveppir
80gr smjör smjör
3 marin hvítlauksrif
1 msk heilhveiti (má líka vera kókoshveiti)
1 Kallo grænmetisteningur (gerlaus)
1 bolli  léttmjólk (má vera kókosmjólk eða rjómi)
½-1  bolli rifinn parmesanostur
1 gul smátt skorin paprika
2-3 lúkur af spínati
¼ tsk pipar
½ tsk salt
Heitt pizza krydd eftir smekk, má sleppa (Pottagaldrar)
1 bolli vatn (fyrir teninginn.
Gott að hafa sjóðandi heitt)

Leiðbeiningar

 

Steikja kjúklingalærin upp úr olívuolíu. Krydda með Heita pizzakryddinu, salt og pipar.
Eftir að lærin eru fullsteikt má láta þau til hliðar á disk.
Þá setja sveppina, papriku á pönnuna og rétt steikja.
Bæta við smjörinu og hvítlauk . Þá hella varlega heilhveiti saman við og hræra vel öllu saman.
Grænmetisteningur og sjóðandi heitt vatn bætt saman við.
Hræra öllu vel saman og bæta við mjólkinni og ostinum.
Þá má kjúllinn fara saman við og leyfa þessu að malla saman.

Ég mæli með blómkálsgrjónum, kínóa, hýðisgrjónum eða heilhveiti pasta með svona rétti.
Sjálf borða ég lítið af pasta og hrísgrjónum og finnst bara fínt að sleppa því.
En ég elda fyrir fjölskylduna mína og við erum öll misjöfn ❤

31398053_10156093151490659_2316426809358417920_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s