Steinligg í flensu heima. Eftir frábæra Lisabon ferð hef ég nælt mér í „Portúgalska“ flensu 😦
Mæli ekkert sérlega með þessari flensu , engu betri en sú íslenska 🙂
Langdregin og hitinn bara endalaus.
Vörn í sókn ❤
Það þýðir ekkert að vola og detta í óhollustu þótt einhver sólarflensa sé mætt á svæðið .
Bara nýta tímann ❤
Kann ekki að slappa af það er ókostur….en jú líka kostur.
Þegar að hitinn fór að detta niður fyrir 40 og jafnvel komin örlítið neðar en 39 þá fór mig að klæja í puttana að finna með góða fæðu sem nærir og kætir 🙂
Hef tröllatrú á fæðunni og þverneita að gefa minni flensu óhollustu og sykurgleði í hvert mál.
Matarlistinn hefur nú ekki verið upp á marga fiska og var komin í föstu upp á 20 tíma eða svo …….hef nú litla trú á svoleiðis bulli svo tók mig taki og borðaði bara smá þá 🙂
En í gærkvöldi rofaði smá til og eldaði þennan fína kjúllarétt í logandi heitu eldhúsi….eða var það mitt hitastig veit ekki 🙂
Og græjaði chiagraut sem tæki svo vel á móti mér næstu morgna ❤
Nú eða jafnvel sem reddý millibiti ef lystin er betri.
Svona grauta elska ég ❤
Og í þetta sinn vantaði mig meiri orku svo stappaði með banana.
Því þroskaðri sem bananinn er því meiri sykur fæ ég útúr honum.
Ætla gefa ykkur upp uppskriftina af þessari dásemd ❤
En staðan á hitastigi sólarflensunar í dag 38,5 stig að morgni…rosalega úrelt svona á fjórða degi!
Dásamlegur chia grautur fyrir tvo
1 stappaður banani
2 msk. Chia fræ
4 msk. Muslí blandað heima úr vörum frá Sólgæti.
1,5 dl. milkadamia mjólk (þetta er hnetumjólk og ég kaupi þessa
ósætu)
1⁄4 – 1⁄2 tsk. Kanill
Aðferð
Allt stappað og hrært vel saman.
Um að gera hræra þessu annsi vel saman svo grauturinn verði silkimjúkur.
Og setja í box og inn í ísskáp fínt viðmið yfir nótt.
Bæta við tildæmis bláberjum, jarðaberjum, kívi og möndluflögum á morgni.
Dásamlegt að eiga svona til í ísskáp og geta gengið að þessu vísu.
Mjög saðsamt ❤
Heimalagað músli finnst mér lang best.
Því þá veit ég hvað ég er að borða.
Nota tröllahafra, sólblómafræ, hörfræ, graskersfræ.
Og stundum birkifræ og sesam fræ.
Það er líka mjög gott að nota kokosflögur og trönuber í svona grauta.
Ég er hrifin af Sólgætisvörunum og kaupi chiafræ og Súper omega fræblöndu í svona musli.
Það er hægt að nota allskonar mjólk í svona gleði.
Allt frá gömlu góðu kúamjólkinni yfir í plöntumólk.
Möndlumjólk, hnetumjólk, haframjólk, kókosmjolk og bara hvað þetta allt heitir 🙂