Í dag 19. mai er dagur offitunar í Evrópu.
Offitan er oft feimnismál sem erfitt er að fá fólk til að ræða á faglegum nótum.
Þessi dagur er haldin árlega í Evrópu og er til að opna augun fólks fyrir offitunni.
Hvorki með dómhörku né léttvægi.
Offitan er oft á tíðum annsi snúin sjúkdómur sem ekki allir vilja viðurkenna.
En sjúkleg offita er nú samt viðurkendur sjúkdómur sem engin lækning er til við.
Hægt er að lifa ágætis lífi með offitunni en hún getur líka tekið sinn toll.
Ég á ekki erfitt með að ræða offituna enda lifað með offitu nánast alla mína ævi.
Hef orðið mjög veik oft á tíðum af offitunni og MS sjúkdómnum.
Þessi blanda getur verið annsi erfið.
En fyrir sex árum tók ég í taumana sætti mig við orðin hlut og ákvað að leita mér hjálpar.
Eins og skrifaði hér að ofan er ekki hægt að lækna offitu. En það er vel hægt að lifa dásamlegu lífi með aukakílóum 🙂
Hægt er að ná tökum á lífinu með góðri hjálp. Og offitan er sjúkdómur sem verður að virða og eins og með alla króníska sjúkdóma getur verið dagsmunur á líðan.
Ég get ekki talað fyrir hönd alla offitusjúklinga né MS sjúklinga.
En ég get talað um hvernig ég tekst á við mín mál ❤
Með betri lífsstíl tekst mér að ná betri árangri með þessa sjúkdóma.
Hér áður fyrr var ég hrædd við sjúkdómana mína. Ég var raunverulega búin að gefast upp.
Ekki voru það bara þessir tveir sjúkdómar sem héldust í hendur og geru mig veikari með hverju árinu heldur glímdi ég líka við depurð, rósrauða og vefjagigt.
Engin auðveld meðferð er við þessari blöndu sjúkdóma.
En með hjálp Heilsuborgar náði ég þó tökum á betri heilsu. Ég fór að sætta mig við ýmislegt sem ég ekki áður vildi lifa með. Ég vildi verða frísk, grönn og við fulla stjórn ❤
Í hinum fullkomna heimi væru þessr óskir annsi léttvægar.
En ég náði betri skilning á mínum sjúkdómum og heilsu. Hvað væru mér rauðhæf markmið og hvernig ég gæti unnið að þeim.
Flest öll ykkar sem hafið fylgst með mér á þessari vegferð þekkið framhaldið.
Ég er í dag nokkuð frísk kona 🙂
Lifi heilbrigðu lífi og fer vel með sjálfa mig bæði líkamlega sem og andlega.
Ég lifi léttara lífi eftir því sem vigtin hefur farið niður og það er staðreynd.
Mínir sjúkdómar eru ennþá hluti af mér. En ég hef lært að lifa betur með þeim.
Offituna næri ég á heilbrigðum lífsstíl þá með betra mataræði, betri svefnvenjum, góðri hreyfingu og almennri skynsemi.
Þá virðast aukaverkanir þessara lífsstíl vera að MS sjúkdómurinn hefur ekki rokið upp með látum eins og svo oft gerði hér áður.
Vefjagigtin að mestu í skefjum og rósrauðinn er betri.
Hægt er að gera annsi margt með virðingu á sjálfan sig.
En engin er fullkomin ❤
Og við verðum að fá að vera eins og við erum.
Dæmum ekki offituna ❤
Dæmum ekki fólk sem lifir með offitunni ❤
Dæmum ekki foreldra barna sem lifa með offitunni ❤
Dæmum ekki náungann ❤
Sínum skilning á því sem við ekki höfum þekkingu á.
Til hamingju Evrópa með offitudaginn og tökum nú höndum saman og sínum fólki sem lifir með þessum sjúkdóm skilning ekki dæma því þú veist aldrei söguna sem býr að baki.