Lissabon mín kæra.

Jæja nýkomin heim ennþá í alsælu svo um að gera skrifa aðeins um Lissabon ferðina sem ég fór í á sumardaginn fyrsta.
Maðurinn minn starfar hjá DK Hugbúnaði og var öllu starfsfólki ásamt  mökum boðið í árshátíðarferð og menningarferð til minnar uppáhaldsborgar í Evrópu Lissabon.
Það er eitthvað við þessa borg.
Hér er ekkert stress og þarf að gíra sig niður um nokkur númer við lendingu.
Þetta er borg til að njóta, upplifa og smakka ❤
Maturinn, menningin, fólkið og borgin sjálf er allt dásamlegt.
Heimamenn tala yfirleitt allir ensku þannig lítið mál með tungumálið.
Hótelin eru flott og þjónustulundin til fyrirmyndar..
Ég er ekki mikið fyrir skipulagðar túristaferðir við bara ráfa um tínast og upplifa borgir á eigin skinni.
Þannig er Lissabon hún er svo allskonar og endalaust mikið að sjá.
Lissabon er byggð á 7 hæðum og getur verið erfið yfirferðar fyrir fólk sem á erfitt með gang.
En það er samt hægt að taka allskonar farkosti um alla borgina en skemmtilegust er hún fótgangandi því þá sér maður svo margt sem gæti annars farið framhjá manni.

31282870_10156085227375659_5158085074855395328_n
Vinafólk mitt frá Portúgal sem búa í Lissabon eru dugleg að taka okkur á góða veitingastaði og sjávarrréttirnir eru algjörlega í mínu uppáhaldi.
Saltfiskurinn í allskonar útgáfum algjörlega ómissandi.
31143879_10156085227395659_5352463157094776832_n
Þegar að góða veislu gjöra skal þá förum við á http://www.cervejariatrindade.pt/
Trindade veitingastaðurinn er upphaflega munka klaustur og stórfengilegur veitingastaður. Mikið að gera og ekki hægt að panta borð þannig það myndast oft langar biðraðir að heimamönnum þegar álagstímar eru .
Mæli með að prufa allskonar sjávarrétti á þessum stað. Ostrur og hrúðukallar voru á mínum disk í þetta skiptið . Aldrei hafði ég smakkað hrúðukalla áður og var ég alls ekki viss um hvað þetta væri í byrjun þegar að borið fram.
Við pöntuðum okkur nenfilega hálfgerða óvissu þar sem heimamaðurinn réð för.
En risarækjur, minni rækjur, humar, krabbi, hrúðukallar, ostrur og allskonar voru á þeim stæðsta matardisk sem ég hef séð lengi 🙂
Þetta rann ljúft niður með portugölskum bjór sem ég mæli með að prufa.
31239326_10156085227295659_8577871330240626688_n
31166994_10156085189805659_5026266159104655360_n
Ég mæli með að kíkja til Lissabon verðlagið einstaklega hagstætt og ekki skemmir veðurlagið fyrir . Það er erfitt að finna slæman mat 🙂
Og ég mæli með að kíkja á matarmarkaðinn https://www.timeoutmarket.com/lisboa/en/
Time Out matarmarkaðurinn er stútfullur af gleði. Bæði í mat og drykk.
Og vel sóttur og oft annsi erfitt að finna pláss þótt þessa sé nú annsi stór og flottur matarmarkaður. Og hér er hægt hreinlega að finna allt. Hef komið þarna nokkrum sinnum og gæti heimsótt þennan stað daglega í ár án þess að vera búin að smakka allt það sem mig langar að smakka. Mikið stemming og líf og fjör. Það eru opin matarnámskeið þarna líka og hægt að fara á stutt og flott námskeið í allskonar matarmenningu.
Time_Out__DSC6199
Ef fólk ætlar að fara versla í Lissabon eru mollin mörg og margar verslunargötur stútfullar af flottum fatnaði og allskonar til að eignast 🙂
Við fórum í Colombo mollið og almáttugur þetta var of mikið . En hægt að gera dúndur kaup bara svo risastórt moll og við fórum á laugardegi og brjálaða að gera.
shutterstock_105338714-e1378390992960.jpg
Eina sem situr eftir sem smá spurningamerki hvað mikið var um sölumenn sem buðu upp á fíkniefni. Allstaðar voru sölumenn sem buðu nánast upp á hlaðborð í þeim efnum.
Algjörlega nýtt að sjá svona fíkniefnasölu algjörlega fyrir opnum tjöldum og á aðalgötum bæjarins. Löggan kannski bara á röltinu og engin að kippa sér upp við eitt né neitt.
Það er víst mikið um veskja þjófnaði í borginni og gott að vera á varðbergi með það.
Annars liður mér vel í þessari borg og eins og ég sagði það þarf að gíra sig niður því fólkið er afslappað og ekkert að flýta sér.
Húsin í Lissabon eru hreint út sagt ævintýralega falleg.
31189973_10156085190390659_102272066195030016_n31170391_10156085189910659_3772821443151134720_n31100576_10156085189930659_5335700952005476352_n31242767_10156085227385659_257909887021875200_n31292642_10156085319450659_3867537059849699328_n31144078_10156085319445659_2472362954318675968_n
Menningin er mikil og mikið af fallegum listmunum til sölu og mæli með að labba upp í kastalann og skoða gallerínin á leiðinni. Borga sig svo inn fyrir hallargarðinn og skoða útsýnið yfir borgina.
31225657_10156085227445659_487559490531491840_n
Að komast til Lissabon er oft snúið því sjaldan flogið í beinu flugi.
Í þetta sinn var farið með Heimsferðum og flogið með Primera.
Heimsferðir sáu um að koma okkur til og frá flugvelli annars notaði ég ekki aðra þjónustu frá þeim en boðið var upp á skipulagðar ferðir um borgina á þeirra vegum .
Primera flugdæmið er alltaf spes og með ólíkindum hvað vélarnar eru óþægilega og vont að ferðast með. Það er nærri því fimm tíma flug í beinu flugi og annsi var botninn orðin dofin við lendinu og fæturnir kurlaðir saman .
Lítið pláss og allt voðalega þröngt.
En það er ekkert mál að fljuga í gegnum London það hef ég gert áður.
En millilending styttir tímann i borginni svo það var fínt að komast frá íslandi að morgni og vera komin í miðborg Lissabon nokkrum tímum síðar.
31219068_10156085227305659_3535490342172229632_n
Ég ætla nýta tækifærið og þakka fyrir frábæra ferð DK Hugbúnaður.
Að fá að taka þátt í þessum ævintýrum með ykkur er mér kært.
Allt til fyrirmyndar og árshátíðin stórkostleg. Skipulag og hótelið með sínum 5 stjörnum bara algjörlega frábært.
Það er ekki oft sem að maður upplifir svona flotta stemmingu meðal starfsfólk og eiganda.
Og takk fyrir allt saman þessi ferð toppar allt sem áður hefir verið haldið.
DK Hugbúnaður kann þetta .
Fer vel með mannauðinn sem byggir fyrirtækið og kann að halda fólkinu sínu ánægðu og að vilja gera betur.
Hlakka til að fyrirtækið dafna áfram.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s