Ferðin til Evian-Les-Bains.

Að fá tækifæri og nýta þau.
Mér bauðst fyrir ári síðan að koma á ráðstefnu í Evian í Frakklandi.
Þessi litli bær er sem himnaríki líkastur með sýn yfir Alpana og Genfar vatnið.
https://en.wikipedia.org/wiki/%C3%89vian-les-Bains
Bærin sjálfur er yndisfagur og hér er stressið ekki með í för.

36404827_10156252857320659_5631497437035102208_n
En hvað var ég að þvælast alla leið til Evian í Frakklandi 🙂
Jú á hverju ári halda samtökin „Hydration for Health“ ráðstefnu í Evian.
Hér má sjá allt um þessi samtök fræðimanna hvaðan af úr heiminum sem hafa trú á vatninu góða ❤
https://www.h4hinitiative.com/
Og eftir mína fyrstu ráðstefnu var mér boðið að vera „Digital ambassaor“ fyrir Hydration for Health“
Mér mikill heiður ❤
Sem starfandi í sjúklingasamtökum http://www.easo.org hefur lífið tekið mig í allskonar skemmtileg ferðalög. Og einmitt í kringum þau samtök bauðst mér þessi staða.
Rödd offitusjúklinga þurfa heyrast og er loksins komin hljómgrunnur fyrir því að við fáum rödd ❤
Offita er svo margt og vatndrykkja er alveg því tengt alveg eins og lífið sjálft 🙂
Öll þurfum við vatn í hvaða stærð sem við erum.

Our Mission

„Our mission is to raise public awareness of healthy hydration, and encourage sustainable healthy hydration habits, by sharing scientific research, educational materials and practical tools.

Nutritional advice typically focuses on food intake. Yet, the quantity and quality of the fluids we drink every day can have a significant impact on our well-being and long-term health. Therefore, one of our primary challenges is to communicate the fundamental need for healthcare policymakers and practitioners to proactively
provide healthy hydration advice“

36343675_10156252839100659_4237593611031543808_n

Þessum hópi fræðimanna um allan heim fannst komin tími á að áhersla vatnsins góða væri komið meira í sjónarljósið.
Þar sem í dag iðnaðurinn selur grimmt allskonar drykki og vatnið hefur fjarlægst okkur meira en í góðu hófi gegnir.
Við drekkum flest öll alltof lítið af vatni.
Hér á landi erum við annsi heppin með vatnið og höfum greiðan aðgang að hreinu vatni.
Heimurinn er ekki allur svo heppin því miður.

36479478_10156252838945659_1161655878949011456_n
Við sem ferðumst um heiminn þurfum á mörgum stöðum að kaupa okkur vatn til drykkjar. Evian vatnið er eitt vinsælasta vatn sem fólk kaupir á flöskum. Sjálfri finnst mér þetta vatn ekkert sérstaklega gott. En að koma til Evian og fá sér tóma glerflösku og mæta við brunnin þar sem vatnið kemur frá lindum bæjarins er allt önnur saga. Dásamlegt vatn.
En þegar komið á plastflöskur og búið að sitja í hillum búða er einhvernvegin allt steindautt við bragðið.
36753698
Til þess að komast til Evian er best að flugja til Genfar í Sviss.
Og var ég aftur komin til Evian núna í júní 2018 , full af eldmóði og gleði yfir að hitta allt þetta frábæra fólk aftur.
Við erum tvær frá sjúklingasamtökunum sem fengum að taka þessa stöður að okkur og fleira fólk frá hinum ýmsum samtökum hvaðan af úr heiminum.
Og hefur myndast gott tengslanet meðal okkar.
Okkar hlutverk er að fræða almenning um hvað við þurfum að vera meðvituð um vatnsneyslu.
í ár vorum við á hóteli með yfirsýn yfir Alpana og Genfar vatnið.
Nánast sem himnaríki á jörðu þetta hótel sem og sýnin í allar áttir. Hótelið er upp í hlýðum Evian og er annsi bratt að klífa stiga upp frá bænum að hótelinu. En það er kláfar sem hægt er að nota sem og bílar frá hóetelinu.
En ég notaði þær samgöngur ekki fannst mjög gaman að pumpa hjartað mitt aðeins og klífa upp í steikjandi hita og sól.
36429707_10156252838985659_5765622140338438144_n
Hótelið er 5 stjörnu Spa hótel og ber nafnið „Royal“ með réttu 🙂
https://www.hotel-royal-evian.com/hotel-5-etoiles/bienvenue-royal-palace-luxe/
Hér gista annsi margir af konungsbornum ættum um allan heim og er þetta hótel ólýsanlega fallegt. Þjónustan , maturinn, herbergin og öll heildin er öll yfir topp 🙂
Ráðstefnan sjálf var haldin á þessu hóteli og ráðstefnusalirnir 5 stjörnu lúxus salir með risastórum skjáum ….sem ég hef aldrei séð áður 🙂
Printemps-été1
Morgunmaturinn var einstök upplifum á þessu hóteli og að sitja úti með yfirsýn yfir þessa einstöku fegurð var annsi mögnuð.
Maturinn á hótelinu sjálfu var ólýsanlega fallegur, góður og næringaríkur.
Og tildæmis ræktar hótelið sitt grænmeti og kryddjurtir í hótelgarðinum.
Hótel garðurinn er risastór, með gólfvelli, tennis aðstöðu, leikskóla, sundlaugar, göngustígar og bara allt sem kemur að góðri útiveru.
36327630_10156252838830659_562576222547083264_n
Og það var einstök upplifun að sjá allt grænmetið vökvað nokkrum sinnum yfir daginn og síðan að sjá kokkana fara og velja sér hráefni fyrir eldun. Vitandi að það biði mann kræsingar sem engan getur svikið.
Algjörlega mögnuð upplifum ❤
36357758_10156252839050659_610359859723894784_n
En það er ekki bara dans á rósum að sitja í þessari fegurð og steikjandi hita og sól og fylgjast með ráðstefnu sem er annsi krefjandi.
Mitt verkefni er að sitja ráðstefnuna og að taka inn það sem mér finnst áhugavert og koma því frá mér á meðan ráðstefnunni stendur og Twitta á Twitter 🙂
Sem og skrifa um á netinu og leyfa fólki að fylgjast með því sem fræðiheimurinn setur fram og koma því frá mér á mannamáli fyrir almenning.
Að twitta frá ráðstefnum tekur tíma að læra á.
Ég þarf að vera búin að kynna mér hvað er í gangi 🙂
Og oft annsi snúið fyrir konuna úr Seljahverfi að skilja fræðiheiminn og koma því frá mér þannig að við hin sem ekki lifum og hrærust í rannsóknarvinnu og útkomum ….náum að taka hlutina inn.
En þetta lærist og ég skil hlutina mun betur með hverju ári sem líður.
36386188_10156252838895659_2497282135526735872_n
Vatnsneysla er mér kær ❤
Hér áður fyrr drakk ég nánast ekkert vatn , Pepsi max átti hug minn allan.
Í dag mundi sá drykkur ekki fara inn fyrir mínar varir sem og annað gos.
Ég banna mér ekkert í mataræði en gosdrykkir fyrir mér eru ekki fæða sem við ættum að vera neyta.
Ég kýs alvöru fæðu og er vatnið það efst á lista.
Orkudrykkir og sportdrykkir það eru drykkir sem ég kem ekki nálægt heldur.
Og sem foreldri fræði ég börnin mín um hættur þessara drykkja.
Óafturkræfir nýrnaskaðar af ofneyslu þessara drykkja er veruleiki sem ungt fólk á við að stríða í heiminum í dag.
Sláandi niðurstöður og iðnaðurinn selur grimmt.
36465259_10156252838920659_2904254252740247552_n
En hvað er betra en að fá að starfa með hópi fólks um allan heim sem hefur ofurtrú á vatnsneyslu þessum einstaka drykk sem í dag er stórlega vanmetinn.
Pössum upp á vatnið og drekkum eftir þörfum.
því minna sem þú finnur fyrir þorsta getur verið skýr skilaboð að þér vanti meira af vökva í líkamann.
Já ótrúlegt en satt 🙂
Pössum upp á börnin okkar og eldra fólkið sem oft er í vökvaskorti.
Og kom mér á óvart að stór hóur heilbrigðisstarfsmanna í heiminum býr við mikinn vökvaskort vegna vinnu álags.
Höfum aðgengi af vatni auðvelt sem og aðgengi af klósettum 🙂
Og hjálpum þeim sem ekki geta fengið sér vatnssopan á auðveldan máta 🙂
Látum vatnið vera aðal drykk fjölskyldunar og höfum á matarborðum.
Pössum upp á drekka við æfingar eftir þörfum.
Að missa vatn úr líkanum getur haft slæm áhrif á nýrnarstarfsemi.
Þótt við hér á höfuðborgarsvæðinu njótum ekki sólar og finnum kannski ekki fyrir þorsta þurfum við að passa upp á að fá okkur vatn 🙂36427100_10156252839060659_1442487194680819712_n
Já ég er annsi ánægð með að hafa fyrir nokkrum árum tekið það skref að breyta um lífsstíl.
Og með betri fæðu þar sem vatnið hefur stóran þátt í því að ég náði að borða af mér 50 kíló og eignast betra og léttara líf er mér annsi kært.
Að ná heilsu aftur eftir mörg ár í veikindum ég get með sanni sagt að þar átti vatnið stóran þátt í að koma mér út í lífið bjartari og full af orku.
36356711_10156252838845659_6346114767421177856_n
Með þessari mynd kvaddi ég Evian og hélt heim á leið með bros á vör .
Heimurinn er stór en með því að tengjast við annað fólk hvaðan af minkar heimurinn og verður skiljanlegri og betri ❤
Ef við vinnum saman og skiljum hvort annað betur með því að kynnast og sjá hvað við erum að sýsla í okkar heimi getum við orðið sterkari og annsi öflug í átt að betri heilsu og bættari heimi.
Evian sjáumst aftur að ári liðnu

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s