Vínarborgin heimsótt.

33614524_10156168191460659_2717625622942711808_nAð ferðast um alla Evrópu með fólki sem hefur sama áhuga og metnað við að bæta hag  offitusjúklinga og þeirra sem hafa áhuga að bættum og betri lífsstíl.
http://www.easo.org eru samtök lækna og annara fagfólks sem koma að offitunni í Evrópu.
Innan þessara samtaka eru sjúklingasamtök offitunar http://easo.org/patient-portal/
Þar sit ég fyrir Íslands hönd og fæ að fræðast og kynna mér nýja og bættari hluti tengt offitunni.
Fylgjast með rannsóknum og ráðstefnum.
Sjúklingasamtökin eru orðin annsi öflug innan samtakana og fá að vinna með í margskonar verkefnum og hópum.
Ég tek þátt í hópastarfi og vinnu innan EASO næringarfræðinga í Evrópu.
Fæ að vera með í samvinnu og ráðleggingum sem tengjast offitusjúklingum.
Og í ár þegar að hin árlega ráðstefna EASO fór fram í Vínarborg dagana 23.-26 mai var  mér boðið að vera einn af fyrirlestrum á ráðstefnunni.
33753534_10156168191520659_7194231947793530880_n
Þetta var mér mikill heiður og ég verð að segja að þetta var annsi stórt skref fyrir mig að stíga.
Að hafa rödd innan samtakana og leyfa fólkinu sem vinnur með offitunni allt árið í kring þá bæði með sjúklingum og í rannsóknarvinnu að heyra rödd offitusjúklings.
Að leyfa fólki að heyra söguna á bak við offituna.
Oft erum við dæmd fyrir offituna og ekki á okkur hlustað þess vegna eru þessi samtök offitusjúklinga svo þörf.
Að breyta viðmóti til okkar sem þurfum að lifa með offitunni .
Að vera komin á stað þar sem heilsan er farin vegna offitu er ekki góður staður.
Og þá orðin krónískur sjúkdómur sem maður situr uppi með út lífið.
Hægt er að lifa flottu lífi með offitunni en það þarfnast stöðugrar vinnu að halda sér frá veikindum þegar að þessi sjúkdómur hefur einu sinni náð yfirhöndinni.
Að vera með aukakíló er ekki sama og vera offitusjúklingur.
Og að lifa með aukakíló þarf bara alls ekki að vera neitt vesen.
Aðal málið er að hugsa um heilsuna sína hvort sem aukakílóin eru með okkur eða ekki.
Allavega að standa fyrir framan nokkur hundruð manns!
Að segja sína sögu og koma með lausnir.
Það þýðir ekki bara að kvarta og vilja að hlutunum sé breytt.
Heldur þarf að sína fram á að allt er hægt og þá hvernig.
Við erum öll allskonar og það er ekki til ein ríkisleið í átt að heilbrigðu lífi.
Offitan er ekki bara „Borða minna og standa upp úr sófanum“
Heldur svo miklu stærra dæmi sem þarf virkilega mikla vinnu til að ná betri og bættari heilsu með .
33784282_10156168191550659_3334353166819917824_n
Ég tala um heildina.
Næringin bæði fyrir líkama og sál.
Sofa betur og hreyfa sig eftir getu.
Það þarf að vinna með svo margt í átt að sáttari sál í líkama sem hefur hefur nánast gefist upp.
Það tekur tíma og má taka tíma því þetta er vinna út lífið .
Ég fékk góðar móttökur við fyrirlestrinum og mikið klapp á bak fyrir hugrekki.
En betur má ef duga skal og ég held áfram 🙂
33653650_10156168191630659_3750476965988007936_n
Við erum nokkur innan Sjúklingasamtakana sem vinnum að verkefni sem við köllum „Healthy Mind and Body“
Og gefum út fréttablöð með allskonar fróðleik og viðtölum við fólk í Evrópu sem tengist á einhvern hátt offitunni.
Ég er í forsvari fyrir þennan hóp og afar stolt af.
Og hlakka mikið til að halda þessari samvinnu áfram.
Það eru líka starfandi hópar tengt offitufordómum, pólitík og rannsóknum.
Annars tengist þetta allt svo mikið saman.
33660426_10156168191490659_3413639895191650304_n
Við erum um 26 þjóðir innan Evrópu sem tökum mismikinn þátt.
En við hittumst tvisvar á ári innan Evrópu þá allur hópurinn en stundum oftar þá í minni hópum.
Hef starfað með sumum hverjum í 5 ár og það hefur myndast bæði kærleikur og gott samstarf innan þessara samtaka.
En við höldum áfram að vinna að bættari hag offitusjúklinga.
33584441_10156168191565659_2841882432725057536_n
En afhverju þurfum við rödd offitusjúklinga?
Stutt svar 🙂
Því ekki er hægt að vinna með offituna nema hafa okkar rödd með.
Við erum fólkið sem lifum með offitunni.
Og að komast inn í hugarheim offitusjúklings er nauðsynlegt til að skilja þennan sjúkdóm.
Til þess að komið sé fram við fólk með virðingu og á sé hlustað án fordóma.
Við þurfum að tala upphátt um offituna.
Ekki úthrópa hana sem eitthvað ferlegt heldur vinna saman að úrlausnum .
Með þessum orðum langar mig til að hvetja fólk til þess að kynna sér offituna áður en fólk leggur fordóma á okkur sem lifum með þessum sjúkdóm 365 daga á ár ❤
33782070_10156168191500659_4280420830178967552_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s