Cashew hnetur gera kraftarverk.

Ég og kær vinkona skeltum okkur upp í Reykjadal um daginn í hressi göngu og smá bað 🙂
En áður en við lögðum af stað komum við við í NLFI í Hveragerði og nærðum okkur vel.
Að mínu mati einn besti veitingastaður á Íslandi .
Alltaf jafn flottur og dásamlegur matur sem nærir líkama og sál.
Við fengum okkur allskonar og nóg af því….
En það sem stóð upp úr var sósa/dressing sem við fengum með grænmetisvefjum.
Kabúmmmmm hvað var þetta við báðar bara rákum upp stór augu bragðlaukarnir ærðust 🙂
Reyndum að fá uppskrift en ekki hvað 🙂
En fengum nú ekki nákvæma uppskrift heldur svona röfflega innihaldið.
Fékk þessa sósu á heila og varð að prufa í eldhúsinu heima.
Brallaði þessa dásemd og í dag er þetta mín uppáhalds sósa með nánast öllu .
Með vefjum, fiski, kjöti, baunum, salati og svo framvegis.
Mér finnst Sólgætiscashew hneturnar æði í þessa dásemd rjóma kennt og fluffí.
En læt staðar númið og gef ykkur þessa dásemdar uppskrift.
En mæli líka með að prufa sig áfram með sinnep 🙂
Jalapeno sinnep og fá þá rótsterka sósu alveg killer.
Nú eða fransk sinnep eða bara allskonar sinnep 🙂

Innihald

Sætsinnepssósa

1 bolli Sólgætis cashew hnetur (leggja í bleyti í minnst 4 klukkutíma fyrir notkun)
1 dl. vatn
1 msk. sætt sinnep (eða eftir þörfum)
1-2 hvítlauksrif

1-2 msk. saxaður laukur
1-2 msk. saxaðar sýrðar gúrkur Nokkur saltkorn

Aðferð

Skolið hneturnar eftir að hafa legið í bleyti og skellið í blandara ásamt sætu sinnepi oguk unnið í silkimjúka sósu.
Setja í skál og hræra restinni saman við.

Þessi sósa er bara æði með öllu.

Geymist vel í ísskáp í allt að fjóra daga.

IMG_4719

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s