Flottur fjölskylduréttur.

10533458_10152507845145659_166459022_n

Kvöldmaturinn.

Hreint út sagt sjúklega gott og mér var hótað á heimilinu…..að ef ég gerði þetta ekki fljótt aftur „sko“

Litlir kjötbúðingar….með heimalgaðri sósu sem gerði trikkið 🙂
Gufusoðnar gulrætur og Heilhveiti spagetti…..bara 30gr á minn disk.

Þetta kom mér meira að segja sannarlega á óvart ….því einhvernvegin eru kryddjurtirnar að gera mikið trikk 🙂

Litlir kjötbúðingar í silikon formi.

Innihald.

500gr. Hreint Nautahakk.
1/2 Rauð paprika
1/2 Rauðlaukur
1 rifin gulrót
steinselja fersk kúfaður lófi
3 msk. Kotasæla
1 dl. Eggjahvítur
Átti tvo mais soðna í ísskápnum og skar baunirnar af og notaði í blönduna.
Krydd eftir smekk.
Ég notðai chillisalt-pipar-creola krydd.

aðferð.

Skera grænmetið smátt.
Rífa gulrótina.
Setja allt í hrærivélaskál og hnoða saman.
setja svo blönduna í silikon form og baka.
Ég er með ofn án blásturs….og bakaði í 25min.

Sósan.

1 dós sykurlausir tómatar
1 1/2 dl. vatn
1 Rauð paprika
1/2 Rauðlaukur
3 rif hvítlaukur
Fersk Basilika fullur lófi
1/4 rautt langt chilli
1 tsk. grænmetiskraftur frá Himneskri hollustu.´
2 msk. Létt papriku ostur
Salt og pipar.

Allt í blandarann nema osturinn.
Vinna í silkimjúka blöndu.
Síðan beint í pott og sjóða upp.
Bæta þá ostinum við og sjóða saman.

Alveg hreint frábær matur sem er mjög barnvænt.
Fullt af grænmeti en engin pikkaði neitt úr 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s