Að heimsækja landsbygðina hefur kannski ekki verið mín sterkasta hlið.
Hef ekki mikið ferðast um Ísland og á margt eftir að sjá 🙂
En lagði af stað í smá langferð á mánudaginn og stefnan var tekin á Sauðárkrók.
Mér fannst ég keyra heiminn á enda áður en ég sigldi svo mjúklega inn í þennan dásamlega bæ.
Ég var komin í stutt stopp en ansi skemmtilegt verkefni.
Með kvöldinu ætlaði ég að vera með fyrirlestur í boði Farskólanns-Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra https://www.facebook.com/Farsk%C3%B3linn-mi%C3%B0st%C3%B6%C3%B0-s%C3%ADmenntunar-%C3%A1-Nor%C3%B0urlandi-vestra-138588299485780/
Byrjaði á því að koma mér vel fyrir á Hotel Tindastól dásamlegt hótel i gamla bænum og friðsælt og falleg þjónusta.
Vel tekið á móti mér og herbergið mitt var alveg til fyrirmyndar.
Ég skoðaði mig svo aðeins um bæinn og tíminn leið hratt og fljólega var tími til komin að stefna á Félagsheimilið Ljósheima og græja aðeins fyrir fyrirlesturinn.
Mér finnst voðalega gaman að koma með mér eitthvað til að smakka og bjóða upp á eitthvað sniðugt og fá hugmyndir af hollum og góðum mat.
Og tók ég með mér heimabökuð Granóla stykki sem alltaf eru jafn góð.
Hægt er að saxa þessi stykki niður og þá erum við komin með „heimabakað“ múslí og gaf ég fólki með til síns heima í lok fyrirlesturs.
Og hérna er hægt að nálgast uppskriftina af þessum stykkjum.
https://lifsstillsolveigar.com/2018/02/23/granola-orkubar/
En ekki var ég nú bara komin til að gefa fólki að borða og spjalla.
Og kl.18 byrjaði fyrirlesturinn „Borðum okkur til betri heilsu“
Ég var svo ánægð með hvað margir komu og vorum við örugglega yfir 50 manns.
Fullur salur af jákvæðu og flottu fólki.
Ég fer yfir söguna mína og tala um hvernig ég gat breytt heilsunni minni yfir í því að vera annsi veik yfir í hrausta og heilbrigðari konu. Það að breyta um lífsstíl og hreinlega koma upp nýjum venjum inn getur tekið á og ég mundi segja mikil æfing 🙂
Það þarf að æfa upp nýja siði og koma sér upp betri vana. Hvort sem það er mataræði, svefn, hreyfingin eða hreinlega lífið sjálft ❤
Þetta verður seint einn og breiður vegur og ein leið af þessum veg finnst ekki.
Við þurfum öll að finna okkar takt. En það er hægt að fara varlega og taka inn hægt og rólega betri siði …jább ég get svari það 🙂
Það að kenna gömlum hundi að sitja á hreinlega í alla staði við mig.
Ég þurfti að endurskoða allt upp á nýtt eftir mikil veikindi og alvarlega offitu.
Eins og ég talaði um fann ég þá hjálp í Heilsuborg.
http://www.heilsuborg.is hefur hjálpað annsi mörgum yfir þau ár sem „borgin“ hefur starfað og er Heilsuborgin alltaf að stækka og minka nú bilið milli Reykjavíkur og landsbygðarinnar. Núna fljótlega mun flott fjarnám fara í gang og verður svo spennandi að fylgjast með þeirri vinnu. Það koma flottir fagaðilar að þessu fjarnámi og þar á meðal SidekickHealth . Hérna er kynning á SidekickHealth https://www.youtube.com/watch?v=q7BCHRdZUDs&feature=youtu.be
Þetta er ný nálgun og annsi spennandi hlutir að þróast. Og verður gaman að fylgjast með þessu fjarnámi og tengja betur Heilsuborgina og landsbygðina.
Mikið var ég þakklát eftir fyrirlesturinn í Ljósheimum. Að fara yfir erfiða sögu og miðla frá sér persónulegri reynslu tekur á . En það er nefnilega allt hægt. Og ef ég fæ fólk til að opna augun fyrir því að hægt er að hafa mikil áhrif á heilsuna sína með betri lífsstíl er ég ánægð. Þakklát kona sofnaði vært á Sauðárkrók það kvöldið. Vaknaði svo snemma daginn eftir og fékk mér dásamlegan morgunverð.
Þakkaði fyrir mig og kvaddi yndislegt fólk hjá Farskólanum og vil ég sérstaklega þakka henni Bryndísi fyrir mig og hlýjar móttökur. Höfðingjar heim að sækja.
En þá var förinni heitið að Hvammstanga og þangað hafði ég aldrei komið.
Yndislegur lítill bær og mér var tjáð að þetta væri bjartur og jákvæður staður.
Verð ég að taka undir það því ekki sóttu síður dásamlegir gestir fyrirlestur seinna um daginn á Hvammstanga. Bjart var yfir bænum og áttum við skemmtilegan fyrirlestur frábærar konur sem gaman og fóðlegt var að eiga stund með.
Við fórum yfir víðan völl og ég fræddist um bæinn og sveitina. Og mér var tjáð að það væri gott aðgengi að hollari vörum í búðinni þar í bæ. Það skiptir miklu máli finnst mér. Og þær vildu meina að síðastliðið ár væri meiri heilsuvakning og fólk farið að prófa meira af þessu holla og góða.
Ég lofaði fólkinu fyrir norðan að setja inn nokkrar uppskriftir af því sem við spjölluðum um. Eins og ég tala svo oft um það er hægt að búa til svo margt og spennandi upp úr allskonar fræjum, hnetum og möndlum.
Og hérna er uppskrift af cashew hnetusósu.
https://lifsstillsolveigar.com/2018/02/24/cashew-hnetu-dressing-eda-maejo/
Blómkálsgrjónin ættu allir að prófa.
https://lifsstillsolveigar.com/2018/03/28/blomkalsgrjon-flott-adferd-2/
Og ég skora á ykkur að skoða uppskriftirnar hérna á síðunni minni og fá ennþá fleiri hugmyndir af góðum hollum mat.
Bara að muna að engin málar heiminn á einu degi 🙂
Bæta inn nýjum venjum og siðum tekur tíma en einhverstaðar byrjar maður.
Ég vil í lokinn þakka fyrir mig og alla ykkar dásamlegu gestrisni kæru íbúar Sauðárkróks og Hvammstanga.
Og fyrir frábært framtak Farskólanns að vilja sínum vel og bjóða upp á Heilsueflingarprógram í sínum bæjarfélögum.
Kraftmikið og duglegt fólk!
Og hér er sjá innsýn í starf skólanns.
Bíð ykkur öllum gleðilegs sumars og njótið sumarsins ❤
Nú er komin tími til að pakka í töskur og koma sér til Lisabon fagna fyrsta degi sumars í sól og sumaryl í einni af mínum uppáhldsborgum Evrópu.
Þið finnið mig líka á https://www.facebook.com/lifsstillsolveigar/
Instagram https://www.instagram.com/lifsstill_solveigar/
Og snapið mitt er solveig68
Endilega addið mér þar inn því ég fer yfir ýmislegt og er að matbúa og græja lífið .