Fiskbúðin Hafið alltaf jafn góður fiskur.

11156924_10153127881425659_1118316031_n

Kvöldmaturinn.

Dásamlegur matur ❤

Þegar að ég vil dekra við bragðlaukana þá fæ ég mér góðan fisk.
Við erum svo ótrúlega heppin hérna á höfuðborgarsvæðinu að eiga svo flottar fiskbúðir.
Og ein mín algjörlega uppáhalds fiskbúð er Hafið Fiskverslun​
Hafið er í Spönginni Grafarvogi og hef ég komið þar við annsi oft.
Þótt ég búi í Seljahverfi þá sæki ég þessa búð við hvert tækifæri sem ég á leið í Grafarvoginn.
Það er bara eitthvað…þjónustan og fiskurinn alltaf til fyrirmyndar.
Í dag lá leið mín í Hlíðarsmára í Kóparvogi og ákvað að prufa Hafið sem er líka staðsett þar.
Valkvíði……en þorskhnakkinn vann 🙂
Fiskborðið ….alveg dásamlegt.
Og þvílíkt sælgæti ❤

Svona nammi þarf litla eldun og ekki mikil krydd….því gæðin svo flott.
Kryddaði fiskinn með Miðjarðarhafs kryddinu frá Pottagaldrar ehf​ og Maldon salti og ný mulnum pipar.
Svo smurði ég hvern bita fyrir sig með heimagerðu súper einföldu pestói…sem ég hef gert nokkrum sinnum yfir árin.
Alltaf jafn gott og svo einfalt að græja 🙂

Grænt pesto.
1 Parmesan ostur
1 lítill poki furuhnetur
1 búnt fersk basilika
3 hvítlaksgeirar
2 dl. Olívu olía
Salt og pipar
Rista furuhneturnar á pönnu og kæla.
Skera ostinn í litla sirka munnbita.
Þá blanda öllu saman í matvinnsluvél.
Það er misjafn hvað hver og einn vill hafa sitt pesto gróft.
Svo finna sinn takt 🙂

Meðlæti.

Saltat
Mango
Avacado
Paprika
Blómkálsgrjón
Bygg

Ég kaupi fiskin í stóru stykki en sker það svo í svona steikar bita.
Þið sem ekki hafið smakkað þorskhnakka endilega græja svona gleði fljótlega 🙂

Njótið kvöldsins 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s