Hvaða kúr er þetta ?

Ég hef mikið verið að fá spurningar um hvaða kúr byrjaðir þú á til að missa kílóin?
Og á hvaða kúr ertu á til að halda þeim af?

Ég hef nánanst verið í megrun alla mína ævi. Prufað óteljandi matarkúra með misgóðum árangri. Sumir kúrar virka annsi vel og kílóin bara „leka“ af enda oft á tíðum einhverskonar svelti sem fær líkamann til að missa kílóin því það vantar inn næringu. Þegar að maður er búin að prufa nánast alla megrunarkúra og ná að léttast í einhverntíma og skjótast upp í þyngd eins og teygja sem slitnar og skíst upp í loftið að þá gat ég ekki meira af þessu líferni. Og það var á einum tímapunkti sem ég var komin með alveg nóg ég vildi alvöru hjálp.
Ég var komin í alvarlega offitu og þurfti faghjálp.
Manneskja sem hefur lifað með offitu og orðin af offitusjúkling er sjáldnast hægt að redda með „átaksnámskeiði“ þið vitið „koma svo“ hreyfa sig meira og borða hollt“
Drífa sig um borð í „heilsulestina“
Ef þetta væri svo auðvelt og hreinlega svona frábært væri engin offitusjúklingur að stögla með líf sitt.
Alvarleg offita er krónískur sjúkdómur sem þarf faghjálp með.
Það þarf að fræða manneskjuna um þennan sjúkdóm sem svo margir lifa með í skömm.
Hugsið þetta aðeins …..
48365546_10156066405832371_5849324833824833536_n
Þekkiði einhvern sem hefur tekið þá ákvörðun að verða offitsjúklingur?
Ég þekki engan og þekki nú marga offitsjúklinga.
Alveg eins og ég kaus ekki sjúkdóminn MS inn í mitt líf kaus ég ekki offituna inn í mitt líf.
En það eru ekki margir aðilar hér á landi sem hafa skilning á þessum sjúkdóm.
Og ég kalla  eftir því fagfólki sem hefur menntun og getu til að fræða almenning um þennan sjúkdóm tjái sig og fræði okkur sem viljum skilja.
Opnum umræðuna.
Þetta hefur ekkert með útlit að gera!
Þetta hefur með það að gera að geta lifað með þeim sjúkdóm sem svo sannarlega getur leytt fólk á barmi örvæntingar.
Alavarleg offita sem er komin á það stig að ógna heilsu fólks þarf að taka alvarlega og faghjálpin þarf að vera til staðar.
Ég er ekki að segja að það þurfi hjálp til að „missa“ kíló með undraverðum hætti og brosa framan í samfélagið sjáðu ég er orðin „normal“
Það að lifa með offitunni og vera berjast við offitu allt sitt líf er töff líf!
Og ég tala af reynslu. Og oft er ég spurð afhverju ertu ennþá að kalla þig offitusjúkling ef þú hefur misst svona mörg kíló og virðist nú stefna á „normal“ stærð.
Alvarleg offita verður seint læknuð það er ekki til lækning við alvarlegri offitu.
Hvað þekkir þú marga sem hafa misst tugi kílóa jafnvel mörgum sinnum og er í „jójó“ pakkanum?
Við þurfum að fá meira af faghjálp inn í kerfið!
Ég lifi hvern dag meðvituð um að ég þarf að passa mig á lífinu.
Ég borðaði oft með því hugarfari að ég væri hvort eð er orðin alveg ömurleg og feit og gæti ekki gert neitt í þessu hvort eð er.
Ég vissi að þetta var ekki gott fyrir mig en ég hafði ekki hugmynd samt hvað þetta hefði slæmar afleiðingar ekki bara fyrir líkamann á mér heldur hugann minn sem var alveg orðin ruglaður af þessu jójó lífi.
Þess vegna er mitt svar í dag til þeirra sem mig spyrja á hvaða kúr ég hafi byrjað  eða hvaða kúr ég sé á í dag?
Ég gaf upp kúralífið og fór og fékk fræðslu og meðhöndlun á mínum sjúkdóm hjá fagaðila sem kom mér í skilning að kúrar virka ekki út lífið.
Að ná sátt ! Að lífið er ekki bara að komast í „litlu“ stærðina í fatabúðinni heldur að fitta inn í lífið í hvaða stærð sem er. En með heilbrigði á vonarljósi.
Okkar langar öllum að vera allskonar með minni maga, læri, handleggi,rass og allskonar.
Og okkur er meira að segja sagt að hægt sé að kaupa brennslutöflur fyrir tildæmis bara magasvæði 🙂
Þetta er galið!
Fáðu faghjálp!
Ég fann mína hjálp hjá Heilsuborg og frá EASO samfélaginu https://easo.org/
Þar sit ég núna í sjúklingaráði offitusjúklinga og lífið er mér aðeins auðveldara með að lifa með offitunni og vera í sátt með sjálfa mig ❤
Ég hvet þig lesandi góði sem ert að berjast hvern dag við að skilja afhverju þessir og hinir kúrar virka ekki á þig. Afhverju þú ert búin að gefast upp á átaksnámskeiðinu að fá faghjálp!
Ég fékk mína faghjálp hjá Heilsuborg https://heilsuborg.is/
þar starfar flott teymi sem hefur skilning á þessu öllu saman og ég var ekki dæmd þar eftir vigt!
Heldur fékk ég fræðslu um hvernig ég gæti lifað lífinu í sátt.
Hvað líkaminn þarf til að nærast vel. Og umfram allt sálin mín fékk hjálp ❤
Næst þegar að þú ætlar að skella þér á kúrinn sem er í tísku í það skiptið…..hugsaðu þetta til enda.
Ertu tilbúin í einn en kúrinn?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s