Sigraðu sykurinn.

50811786_323872594890826_1303541197314195456_n
Frábær dagur í Heilsuborginni í dag núna laugardaginn 19.janúar
„Sigraðu sykurinn“ og mikið um að vera.
Fékk að taka þátt með matarsmakki og það er alltaf jafn gaman.
Mögulega eitt það skemmtilegasta sem til er að gefa fólki að borða.
Kynna fyrir fólki góða leið að heilbrigðum og góðum mat. Dásamlegt bara í alla staði .
Það er svo margt sem við getum gert til að bæta mataræðið okkar.
Og eitt af því er að einmitt fá að smakka og kynna sér hverju er hægt að bæta inn í lífsstílinn og hvað væri gott að fá sér kannski sjaldnar. Í mínu mataræði er ekkert bannað 🙂 Lifi ekki í kúra og svelti heimi lengur heldur nýt matar og vil hafa fæðuna holla, lit og næringaríka. Finna líkamann svara með betri líðan og finna hvað heilsan verður betri með hverjum deginum það er mér endalaus hvatning.
Ég lofaði fólkinu sem heimsótti Heilsuborgina í dag uppskriftum af matargleðinni sem við smökkuðum í dag.
Og ætla setja inn nokkrar uppskriftir hérna inn.
Kotasælubollurnar vinsælu https://lifsstillsolveigar.com/2018/03/18/hinar-sivinsaelu-kotasaelubollur/
50127113_317461298873478_1012385179634761728_n

Ljúft hrökkkex

4 dl Múslí ( Ég blanda sjálf með Sólgætis vörum. 1dl.Tröllahafrar, 1dl. Sesamfræ, 1 dl. Hörfræ, 1 dl. Sólblómafræ)
1 dl olía
2 dl vatn
1 dl kókoshveiti
1 dl kínóamjöl eða möndlumjöl
1 1/2 dl Heilhveiti
2-3 tsk sjávarsalt
1⁄4 – 1⁄2 tsk. Heita pizza kryddið frá Pottagöldrum

Leiðbeiningar

1. Öllu blandað saman í skál.
2. Takið helminginn af deiginu og setjið á bökunarpappír og fletjið vel út (mér finnst best að hafa þetta vel þunnt). Gott að setja aðra örk yfir deigið þegar verið er að fletja út.
3. Skerið með pizzuskera eða hníf í deigið þá stærð sem þið viljið hafa á hrökkbrauðinu.

Setjið í ofn og bakið við 200 gráður í 15-20 mínútur 4. Þetta dugir á tvær ofnskúffur

Svo er það nú eitt það bsta nammi sem til er 🙂
https://lifsstillsolveigar.com/2018/02/23/granola-orkubar/

49748462_2231359780408912_4169889468859285504_n

Salat er hægt að gera á óteljandi vegu .
En þessi dásamlega sinnepsósa er æði með allskonar salati, laxi, kjúlla nú eða sem ýdýfa með grænmeti .
Hérna er hún Vala Matt að gæða sér af gleðinni .
Ég fékk fyrsta smakkið af svipaðri sósu á Heilsuhælinu í Hveragerði fyrir nokkrum mánuðum.
Fékk á heilan og varð að finna útúr þessu.
Og útkoman er bara sælgæt.

Sætsinnepssósa

Innihald.
1 bolli cashew hnetur (leggja í bleyti í minnst 3 klukkutíma fyrir notkun)
1 dl. vatn
1 msk. sætt sinnep (eða eftir þörfum)
1-2 hvítlauksrif
1-2 msk. saxaður laukur
1-2 msk. saxaðar sýrðar gúrkur
Nokkur saltkorn

Aðferð.
Skolið hneturnar eftir að hafa legið í bleyti og skellið í blandara ásamt sætu sinnepi og hvítlauk. Og unnið í silkimjúka sósu.
Setja í skál og hræra restinni saman við.
Þessi sósa er bara æði með öllu.
Geymist vel í ísskáp í allt að fjóra til fimm daga.

49739304_543779989421389_8607285254853492736_n

Hnetu- og möndlunasl

Innihald:

150gr cashew hnetur 
150gr möndlur
2 msk saxað ferskt rósmarín eða 2 tsk. af rósmarín kryddi Pottagaldrar
1 tsk gróft sjávarsalt
2 tsk döðlusíróp
1/2 tsk cayenne pipar (rótsterkt chillí)
2 msk smjör

Aðferð:

Byrja á að rista hneturnar og möndlurnar á medium hita á pönnu.
Þegar þetta hefur ristast í gegn þá taka pönnuna til hliðar.
Bæta við smjörinu og sírópinu (gott að gera smá hring í miðjuna á pönnunni og malla saman) Og bæta síðan öllu hinum saman og hræra vel.
Þetta er best nýsteikt en ekkert mál að borða þetta líka kallt.

eitt
Svo mæli ég með að fólk kíki á lífsstílsblað mogganns í dag Sigraðu sykurinn og þar eru fleiri uppskriftir og lífsstíls greinar.

Takk fyrir komuna öll sem eitt 🙂
Magnað hvað ég fæ að kynnast frábæru , jákvæðu og yndislegu fólki í gegnum þetta brölt allt saman.

Og njótið helgarinnar.

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s