Förinni var heitið til Flórida.

Núna í Júlí lok fór ég ásamt ECPO (European collation for people living with obesity) til Tampa í Flórída á ráðstefnu á vegum OAC  https://www.obesityaction.org/ mögnuð samtök sem ná yfir öll Bandaríkin. Við höfum unnið með þeim í nokkur ár og höfum fengð frábæra leiðsögn og hjálp frá þessum samtökum við stofnum Evrópsku sjúklingasamtakana. Við eigum öll það sameiginlegt að vera fólk sem glímir við offitu.
Hvort sem það er sjúklingurinn sjálfur eða fjölskyldan. Bandarískusamtökin voru stofnuð árið 2007 og hefur verið unnið þrotlaust af bættari heimi þeirra sem lifa með offitunni. Okkar tími í Evrópu er runnin upp og núna í Apríl síðastliðinum voru okkar Evrópu samtök stofnuð. ECPO eru regnhlífasamtök fyrir þau starfandi samtök offitunar innan Evrópu. Og teljum við að meðlimir verði innan skamms um 100 þúsund manns,
Þetta er stórt og mikið skref í átt að bættari og betri meðferð fólks sem lifir með offitunni. Við erum komin með raddir um alla Evrópu sem eru tilbúin að hljóma með sama boðskap.
Við berjumst fyrir „People first“ það er herferð sem við settum af stað núna í Apríl og höfum fengið gríðalegan meðbyr. People first er að að manneskjan er alltaf fyrst síðan sjúkdómurinn offitan. Við erum ekki offitusjúklingar, við erum manneskjur sem lifum með offitunni. Við erum ekki feitt fólk. Við erum fólk. Við erum svo með mismunandi mikla fitu á líkamanum. Við viljum virðingu og berjumst fyrir betri og bættari þjónustu innan heilbrigðiskerfis sem og annarsstaðar í Evrópu allri. Við erum öll með sama boðskapinn „Offita er alvarlegur krónískur sjúkdómur“ Þetta er stutt með rannsóknum.
Ekki er hægt að lækna  manneskju sem lifir með offitunni og orðin er veik með neinum „kvikk lausnum“ að borða minna og hreyfa sig meira er ekki lækning. Að fólk fari í efnaskiptaðagerðir er ekki lækning. Að fólk taki inn lyf vegna offitu er ekki lækning. Engin lækning er við offitu. En það er hægt að lifa flottu og frábæru lífi með offitunni.
Hún getur verið í versta falli bannvæn en í besta falli lifir manneskjan góðu lífi í sátt við sjálfa sig. Það er hægt að breyta um líffstíl og þá að halda því ferli út lífið. Offitan getur alltaf blossað upp aftur. Og fólk sem missir mörg kíló bætir yfirleitt á sig þeim kílóum ef ekki er unnið áfram að þessum betri og bættari lífsstíl. Efnaskiptaaðgerðir hjálpa mörgum og oft lífsnauðsyn. Lyf eru á boðstólum og hjálpa mörgum sömuleiðis. Það er hægt að leita sér faghjálpar til að fá skilning á offitunni. En því miður eru ekki allir heilbrigðisstarfsmenn með þekkingu á offitunni og meðferð hennar. Og mæli ég með að fólk leiti sér faghjálpar. Heilsuborg tildæmis hér í Reykjavík er með offitu teymi og alla þá faghjálp sem hægt er leita til. Og það eru fleiri staðir og fyrir börnin er Heilsuskóli Landspítalans með frábæra þjónustu og þekkingu. Engin ætti að fara heim frá heilbrigðisstarfsmanni niðurbrotin á sál og líkama vegna stærðar sinnar.

67965313_361676047859195_4411057483167039488_nVicki Mooney framkvæmdarstjóri ECPO og ég er forseti samtakana.

Að koma inn á sjúklingaráðstefnu þar sem gleðin og kraftur fólksins er við völd er ólýsanleg tilfinning. Þessi samtök vinna með svo flotta sýn og jákvæðnin er mikil. Við erum ekkert að biðja um vorkunn sem lifum með offitunni heldur skilning. Og það skilar sér svo vel innan OAC.

69244699_357192918528990_8351255558484918272_nJoseph Nadglowski er forseti OAC í Bandaríkjunum

Við stoppuðum í 6 daga í Tampa Flórída. Þriggja daga ráðstefna og síðan alþjóða fundur fyrir stofnum alþjóða samtaka offitunar í heiminum sem tók heilan dag. Þetta er stórt skref! Og var þetta þriðji fundur okkar. Næsti fundur verður haldin í Kaupmannahöfn núna í október. Að heimurinn nái að sameinast verður stórt skref. Ekki er það bara USA og Evrópa sem lifir með offitunni heldur allur heimurinn. Hvort sem það eru ríki Afríku eða annara landa allstaðar er sami vandi fyrir höndum. Og í allri Ástralíu eru ekki starfandi sjúklingasamtök og er það ekki afþví vandinn er minni heldur þvert á móti er Ástralía ekki í góðum málum með sitt fók sem lifir með offitunni og eru prósentutölurnar háar yfir það fólk sem er í offitu þar í landi. Svo það er mikil vinna framundan. Hér á landi eru ekki nein starfandi sjúklingasamtök og er mikil þörf fyrir slík samtök. En enn sem komið er hefur ekki verið stofnuð slík samtök en í komandi framtíð verðum við að eignast slík samtök hér því þörfin er gargandi. Að opna slík samtök er kostnaðar samt og eru slík samtök sjálboðasamtök og ekki alltaf auðvelt að manna öflug slík samtök. En ég hef trú á að við getum gert vel eins og mörg önnur Evrópulönd.
67799882_642238636181893_4919656858840465408_nAndreas Herdt framkvæmdarstjóri þýskra samtaka offitunar og konan hans hún Melanie Behlke starfandi forseti samtakana https://acsdev.de/

Magnað hvað mörg lönd eru langt að veg komin með sín samtök og jafnvel mörg samtök vinna innan landa hvers lands og í Þýsklandi erum við með þrjú öflug samtök innan ECPO starfandi.
Þetta hjálpar okkur mikið og gaman að taka þátt í þessu flotta verkefni. Og nokkur lönd innan Evrópu taka líka þátt í stofnum þessara alþjóða samtaka.

67573344_479520602835800_2759816989361831936_n.jpgKen Clare framkvæmdarstjóri ObesityUK og hjónin Angela og Paul Chesworth. Angela er í stjórn ECPO og vinna þau hjón öflugt starf í sínu heimalandi UK  og ferðast um allan heim sem talsmenn sjúklinga sem lifa með offitunni.

Bretar eiga ein öflugustu samtök í heimi sem og Portgúgal. Og er áðdáunarvert að fylgjast með þessu fólki sem unnið hefur hörðum höndum og þrotlaus óborguð vinna sem fólk gefur af sér. Magnað algjörlega.

67634980_458826044699881_7055512754764906496_nOg ekki má gleyma honum Marty Enokson sem er yfir stjórn ECPO.

Marty er okkar stjórnarformaður og kemur alla leið frá Kanada og hefur unnið með Kanadískum samtökum í mörg ár. Marty er einn öflugasti talsmaður fólk sem lifir með offitunni. Og er magnað að hlusta á hanns sögu og fylgjast með vinnu hanns um allan heim. Hann er einn sá jákvæðasti talsmaður offitunar sem ég þekki. En lífið hefur ekki verið danns á rósum hjá honum Marty.

67649017_340827343460507_3086500710225805312_n
Gleðin er alltaf við völd hjá okkur. Við erum ekki fólk til að vorkenna. Við erum fólk sem þú vilt fræðast af og öðlast skilning á lífi fólks í offitu.

Ég kom alsæl eftir þessa ferð heim. Örþreytt kona sem lenti um sólríkan morgunn á Keflavíkurflugvelli. Langt og strangt ferðalag sem gaf mér mikið og verður gaman að miðla áfram heimi offitunar á alþjóðavelli sem og hérna heima fyrir þar sem þörfin er mikil á betri og bættari aðkomu fyri fólk sem lifir með offitunni.
En ég er rétt að byrja og með mér í samtökum ECPO héðan frá Íslandi eru Bjargey Ingólfsdóttir og Berglind Elva Tryggvadóttir. Þær eru báðar nýjir meðlimir inna Patient Council of ECPO og tilhlökkunin er mikil í gott samstarf þessara eðal kvenna sem báðar lifa með offitunni og hafa náð góðum árangri með lífið og tilveruna. Að lifa með offitunni er ekki endi veraldar að lifa í sátt og samlindi er okkur allt 🙂
Og áfram við sem berjumst áfram í lífinu í hvaða stærðar og kílóa tölu við erum.
Öll erum við einstaklingar sem viljum virðingu og að lífið sé bara nokkuð gott og aðgengilegt. Takk fyrir að lesa .

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s