Eðal linsubaunasúpa.

43433862_1075471785933748_4762461420879085568_n
Þegar að ég var í New York á dögunum rambaði ég inn á Pret a Manger.
Elska að borða á þessum stað í UK svo um að gera prufa í Ameríkunni.
Það var rigning og smá kalt þennan NY daginn þannig heit súpa hljómaði mjög vel.
Linsubaunasúpa varð fyrir valinu hjá mér en dóttirin valdi sér tómatsúpu.
Úllala þessar súpur sko.
Og ég endaði með að kaupa í þrjá daga í röð sömu gerðina af súpu  🙂
Síðan að ég kom heim hef ég verið með þessa linsubaunasúpu á heilanum.
Bara varð að græja eitthvað svipað.
Og í kvöld mallaði ég í risa potti líka þessa fínu súpu, heppnaðist ljómandi vel og ég bara varð að deila með ykkur uppskriftinni sem ég fann á netinu en breytti reyndar annsi mikið eftir mínu höfði.
Mæli með að prufa þessa þegar að fer að kólna og okkur vantar hita í kroppinn.
Ilmurinn af kryddinu var svo góður ❤

Linsubaunasúpa með New York style.

2 tsk. Biona olívuolía
2 bollar smátt skorin laukur (mér dugði einn laukur)
2 bollar smátt skornar gulrætur
4 rif hvítlukur marin
1 tsk. cumin Pottagaldrar
1tsk. saxaður kórander
1 tsk. turmenik Pottagaldrar
1 tsk. kanill Pottagaldrar
1 tsk. mulin svartur pipar
2 kallo grænmetis teningar Kallo
3 kjúklingateningar Kallo
8 bollar vatn (sauð vatnið og setti teningana útí gott að eiga gott soð í súpuna)
3 bollar smátt skorið blómkál
1 3/4 Brúnar linsur ég notaði frá Sólgæti verða svo mjúkar og góðar
1 dós tómatur í dós Biona finnst mér góðir
2 msk. tomat paste Biona
4 bollar smátt skorið spínat
1 sítróna. Skera í báta og kreista yfir súpuna þegar að komið á disk.
kórander eftir smekk til að strá yfir diskana í lokinn.

Aðferð

Skera niður lauk og gulrætur. Hita oliu í potti og steikja laukinn og gulræturnar.
Gott að hafa ekki of mikinn hita á hellunni og láta steikjast við vægan hita í 10 mínútur.
Þá bæta við hvítlauknum og steikja áfram í 1 mínútu.
Bæta þá við kryddinu og saxað kórander og leifa öllu að blandast saman .
Þá bæta við soðinu, blómkálinu, linsunum, tomat í dós og paste. Hræra öllu vel saman og ná upp suðunni. Leyfa þessu að malla í um 45 min hræra öðruhverju í á milli.
Þegar að tíminn er liðin bæta við spínati og leyfa öllu að sjóða saman í 5 min í lokinn.
Þá er súpan reddý og má fara á fallegan disk 🙂
Bæta við söxuðum kórander og sítrónu safa.
Þessi súpa er örugglega bara betri með hverjum deginum sem líður.
Eins og einn sagði á heimilinu í kvöld  er þetta „vegan kjötsúpa“ já held ég verði bara að játa því 🙂
Þetta er stútfullt af hollustu og örugglega líka ekkert mál að bæta við kjöti, kjúlla og eggjum ef fólk vill.
En afhverju ekki að gefa baunum séns ❤

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s