Á ferð og flugi…Malaga-Leipzig-Brussel-London-Kaupmannahöfn.

Já það er búið að vera nóg að gera á þessu ári við að ferðast, fræðast og skoða heiminn.
Núna í Nóvember og Desember voru ferðalögin annsi stíf en fróðleg.
Í byrjun Nómember skelti ég mér til Madríd og þaðan yfir til Malaga.
Þetta ferðalag var í þeim tilgangi að hitta The EASO Patient Council. Við erum sjúklingasamtök sem vinnum innan http://www.easo.org og stefnan okkar  á nýju  ári er að verða sjálfstæð sjúklingasamtök í Evrópu. Ætlum að stofan fyrstu samtökin í Evrópu sem verða regnhlífasamtök annara samtaka offitusjúklinga sem eiga samtök víða í Evrópu.
Evrópulöndin eru mislangt komin í þessum efnum. Sum lönd eru búin að eiga sjúklingasamtök offitunar í allt að 17 ár. En önnur lönd eins og tildæmis Ísland hafa engin starfandi samtök. Við þurfum að vinna í þeim efnum 🙂
Þessi fundur var einstaklega flottur og ekki var hægt að kvarta yfir veðri .
Sólin og hin  fallega Malaga borg var mögnuð á þessum árstíma. Í lok fundar var tekin sú ákvörðun að ég tæki við formennsku sjúklingasamtakana á meðan að Ken okkar sem er kjörinn formaður tæki sér veikindafrí frá stöfum. Þannig ég fór reynslunni ríkari frá þessu ævintýri. Og hlakka til að vinna með samtökunum mínum á komandi ári og öllum þeim nýju ævintýrum sem bíða mín.

48355663_401591007047969_1682951809309605888_n
En frá Malaga borg fórum við nokkur í sjúklingasamtökunum yfir til Leipzig í Austur Þýskalandi. Þar tók við þriggja daga ráðstefna og vinnufundir. Þessi ráðstefna er haldin árlega í hinum ýmsu borgum Evrópu. Og þetta eru fagmenn innan EASO sem koma á þessa ráðstefnu. Þannig fáum við sjúklingarnir að vera með í stefnumótum og hugmyndavinnu samtakana. Þetta er svo mikilvægt okkur öllum. Því ef við vinnum saman þá verða hlutirnir betri. Skilningur fólks sem tildæmis starfar eingöngu að rannsóknarvinnu offitunar en heyrir aldrei hlið sjúklings verður allt annar. Rödd okkar sem höfum glímt við offituna er farin að heyrast meira útá við. Þannig náum við í skottið á offitufordómum og meiri skilning á okkar sjúkdóm. Alvarleg offita það að verða offitusjúklingur er sjúkdómur sem er krónískur. Langvarandi krónískur sjúkdómur.
Það er hægt að lifa góðu lífi með þessum sjúkdóm en lífið getur líka verið annsi bratt fyrir þá sem eru veikastir. Við erum í öllum stærðum og gerðum sem vinnum innan sjúklingasamtakan. Eigum öll okkar sögu. Ég tildæmis í dag lifi betra lífi en áður eftir að hafa náð tökum á því að þyngjast jafnt og þétt. Er ég komin í kjörþyngd ? Nei og ætli ég verði einhverjtíman í kjörþyngd….það hef ég bara ekki hugmynd um. En eftir því sem ég næ betri tökum á þyngdinni minkar álag á líkamann minn. Heilsa verður samt seint mæld í kílóum. Og ég glími ekki við vigt lengur! Heldur set mér það markmið á hverjum degi að verða hraustari og sterkari. Við erum öll í sama hvaða vigt við erum alveg nóg!
Leipzig
Ég flaug heim frá Þýskalandi og við tók mikil vinna. Við erum á haus þessa dagana við að koma þessum sjálfstæðu samtökum á koppinn. Bæði er mikil vinna tengd því og svo starfa ég í Heilsuborg og tek líka að mér verkefni innan EASO.  Sjúklingasamtökin er sjálfboðastarf þótt ferðir og uppihald sé alltaf greitt. Þannig ég er að gefa minn tíma annsi mikið þessa dagan að því verkefni sem er mér svo kært. Við þurfum að eiga rödd.
Þótt bara væri til að koma offitufordómum frá borði.
Brussel
En ekki stoppaði ég neitt sérstaklega lengi heima og var ég komin að Leifstöð aftur síðar í nóvember. Og alltaf jafn yndislegt að komast á áfangastað í beinu flugi 🙂
Brussel var áfangastaður að þessu sinni. Og þar var lokafundur MoodFood verkefnis í Evrópu. Niðurstöður þessara rannsóknar vinnu um mataræði og andlega heilsu verður vonandi komin fyrir augu almennings í lok janúar á næsta ári. Hér er hægt að skoða þetta verkefni betur https://www.moodfood-vu.eu/
Ég var ræðumaður á þessum fundi og það er alltaf ánægjulegt sem og smá stressandi að tala fyrir svona flottan hóp af fólki sem vinnur að þessum málefnum öllum Og ég fékk að tala líka um verkefni sem mér er svo kært „Healthy Mind and Body“ og er verkefni sem við eigum innan sjúklingasamtaka EASO. Og útprentuð einsök af síðasta tölublaðinu okkar rann út sem heitar lummur. Við fengum á þessum fundi sem stóð yfir frá morgni til kvölds annsi flottan mat. Og var sá matur sérstaklega sniðin af skipuleggendum og vakti mikla lukku. Það er dásamlegt að fá svona fallegan og næringargóðan mat á ferðalögum sem þessum. Ég legg mikið upp úr því á mínum ferðalögum að borða vel, hreyfa mig og sofa vel.
það er oft annsi snúið þegar að mikið er um ferðalög en þetta er alltaf samt í forgang.
Hreyfingin er svo stór partur af mínu lífi að ég verð að hafa hreyfinguna inni í mínum ferðalífsstíl 🙂 Ég hentist svo upp í lest og kom mér yfir til London . Þar tók við vinna og frí ❤
Flaug heim á fimmtudegi og var komin upp á Leifstöð aftur á sunnudeginum og þá var það vinna í Kaupmannahöfn.kaypmannahöfn
Ég er líka starfandi með sjúklingasamtökum Novo Nordisk sem kallast DEEP.
https://www.novonordisk.com/patients/DEEP.html
Þessi samtök starfa um allan heim. Og var ég fengin ásamt nokkrum öðrum að fræða heilbrigðisstarfsfólk Novo Nordisk um afleiðingar offitufordóma. Við sátum þar líka fyrir svörum. Einstaklega flottur fundur sem þar fór fram. Og fengum við góða áheyrn og mikið lof á eftir. Og á síðustu myndinni sem ég set hérna með er mynd af okkur í lok dagsins 🙂 Þetta er hún Susie frá Írlandi og er með mér í sjúklingasamtökum EASO.
og hann Joe sem er formaður OAC í USA https://www.obesityaction.org/
Þau samtök eru öflugustu samtök sjúklingasamtök heimsins í dag. Og njóta mikillar virðingar. Mér mikill heiður að fá að vinna með þessu fólki öllu.
Við vinnum að betri heim fyrir fólk sem lifir með offitunni.
Þessu brölti mínu er þá lokið fyrir þetta ár.
En í janúar verður ferðataskan tekin fram aftur og þá er það fundarhöld í Skotlandi.
Þangað til ætla ég að njóta þess að vera hér á landi og leyfa hátíð í bæ að koma í mitt hús 🙂

Færðu inn athugasemd