Afhverju er þessi offita sjúkdómur?

Já væri það ekki draumur að geta bara smellt fingri „offitufaraldurinn“ mundi bara hverfa og allir glaðir 🙂
Ef þetta væri það einfallt væru við í betri málum.
En það sem offitan getur verið á mismunandi stigum og jafnvel lífshættuleg skulum við aðeins staldra við.
Afhverju eru feitabollur ennþá feitabollur?
Afhverju er „þetta“ feitafólk útum allt ef að það þarf ekki að vera svona feitt?
Afhverju er Sólveig (Lífsstíll Sólveigar) ennþá með svona feitan maga?
Afhverju er fitan ennþá að hrjá manneskju sem lifir og hræirst í þessum málum og ætti að vita betur.
 
Já lífið ❤
Sjúkleg offita er skilgreindur sem sjúkdómur.
krónískur sjúkdómur.
Ég er með tvo alvarlega króníska sjúkdóma.
Offituna og MS sjúkdóminn.
Ég lifi nokkuð góðu lífi með þessum sjúkdómum.
Ég á misgóða daga ❤
En ef ég er ekki í hjólastól og með alvarlega sjáanlega offitu utan á mér er ég þá ekki læknuð af þessum sjúkdómum?
Sjúkdómar sjást oft á tíðum ekki utan á fólki.
En lífið með sjúkdómum getur verið miserfitt og oft á tíðum annsi snúið og erfitt.
En ef ég er ekki í sjáanlegri offitu hvað er þá málið?
Ég hef nánast verið of þung allt mitt líf.
Eins og ég hef komið inn á áður þá átti ég annsi töff barnæsku.
Bjó við alkóholisma og var misnotuð af stjúpafa.
Ég átti ekki trúnaðarvini á þessum tíma.
Sem barn reynir maður að fela það sem er óþæginlegt.
Og misnotkunina talaði ég ekki um fyrr en eftir tvítugt.
Mikil spennan og streita án þess að gera sér grein fyrir því orsakaði mikið tilfinningalegt át hjá mér.
Þar náði ég að róa sál og lama mig niður líkamlega með ofáti.
 
Ég þróaði með mér alvarlega offitu.
Ég var í viðjum offitu lengi vel.
Ég áttaði mig ekki á orsök og afleiðingum.
Ég stiplaði mig sem hömlulausa ofætu.
Ég hafði ekki „sjálfsaga“
Ég skildi ekki sjúkdóminn alvarleg offita.
 
Offitan er ekki bara  „krútt“ lýsi sem svo lekur af þegar að í megrun er farið.
Þegar að offitusjúklingurinn „loksins“ stendur upp úr sófanum fer í ræktina og borðar loksins hollan mat.
Þessi sjúkdómur er annsi lúmskur.
Fituvefurinn er oft á tíðum búin að taka yfir og þarmaflóran annsi slæm.
Blóðsykurs jójó flesta daga.
Sjálfsásökun ALLA daga.
„Afhverju get ég ekki verið svona „mjó“ eins og stína frænka“
Líkaminn gefur sig oft á tíðum.
Skilningur innan heilbrigðiskerfis oft á tíðum stórgallað.
Reyndar hálfgert lottó hjá hvaða heilbrigðisstarfsmanni þú lendir.
Og kvíðin fyrir fordómafullri aðstoð innan heilbrigðiskerfis oft á tíðum annsi erfitt og fólk hættir að leita sér hjálpar.
Það einangrast og offitan verður annsi erfið þegar að enga hjálp er að hafa.
IMG_6876
En komum okkur aftur í afhverju eru hlutirnir ekki bara glimrandi þegar að manneskjan nær af sér aukakílóum?
Svona myndir “ sorgmædd feitabolla og svo brosandi ekki feitabolla“
Er þá ekki allt komið í stakt lag?
Nei því miður er það ekki svo ❤
Eftir að líkaminn er einu sinni komin í alvarlega offitu leitar líkaminn þangað aftur!
Á kröftugan hátt meira að segja.
Þannig er líkaminn gerður.
Þess vegna virka tildæmis megrunarkúrar ekki.
Þess vegna þyngist fólk meira að segja eftir offitaðgerðir.
Líkaminn vill sína þyngd aftur og meira til!
Þess vegna er svo auðvelt að fitna aftur og meira til.

Manneskja sem nær af sér aukakílóum og jafnvel niður úr alvarlegri offitu þarf að lifa með þessum króníska sjúkdóm alla ævi.
Þetta verður heimurinn að vita ❤
Þetta verða heilbrigðisstarfsmenn að virða!
Þetta verða læknar að kynna sér.
Þetta þýðir að þú getur ekki ásakað alfarið manneskju um engan sjálfsaga og aumingja ef fitnar aftur.
Offitan er sjúkdómur ….skilgreindur sem krónískur sjúkdómur.
Heimurinn er að átta sig á þessum sjúkdóm hægt og rólega.
Oft á tíðum er það óþekkta sem verður misskilningur og þá spretta fram fordómar og skilningsleysi.
Svo kynnum okkur heim offitunar áður en þú ferð að skella fram „djóki“ um þanna feita!
Og hættum að vera hrædd við orðið fita og offita ❤
Að bera fitu utan á sér skilgreinir ekki manneskjuna.
Við erum öll að glíma við allskonar.
En offitufordómar eiga aldrei rétt á sér.

Ást og friður.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s