Þann 25.sept síðastliðin flaug ég til New York.
Það eru rúmlega 30 ár síðan að ég kom til USA síðast.
Langur tími frá því 19 ára stelpan úr Hafnarfirði fór sem Au-pair til Boston.
Þar átti ég frábæran tíma og skil ekkert í mér að hafa ekki skroppið yfir til USA síðan þá.
Þegar að ég fór til Boston var ég nýbúin í harkalegri megrun því ég ætlaði ekki að mæta feit í nýja starfið hinum megið við hafið.
Eins og þið flest vitið sem lesið hafa blogið mitt og fylgst með því sem ég hef verið að fjalla um síðastliðin sex ár að þá hef ég nánast verið í yfirþyngd og offitu allt mitt líf.
Frá Boston kom ég rúmum 30 kílóum þyngri , á níu mánuðum hafði ég misst enn og einu sinni tökin með þyngdina.
Við heimkomu stimplaði ég mig inn í enn eina megrunina.
Og þessar megranir áttu eftir að vera annsi margar eftir það.
Mér mikill heiður að vera boðin á fund hjá UN með helstu ráðamönnum heimsins.
En förum aftur á byrjunina 🙂
Þann 25.sept fór ég semsagt til NY.
Komin inn í landið seinnipartinn og það tekur tíma að stimpla sig inn og komast áfallalaus í gegnum Trump veldið.
Og keyrðum við inn í Manhattan þegar að líða tók á kvöldið.
Vá þetta er jafn kolklikkað og á myndum Manhattan hreinlega er yfirlýst af ljósaskitum og fólk allstaðar dag og nótt.
Eftir að hafa farið í smá göngutúr með dóttur minni sem kom með mömmu í stórborgina ákváðum við að fara upp á hótel aftur.
Jú mamman þurfti að vakna annsi snemma því spennandi fundur beið mín í morgunsárið.
Útsýnið frá herberginu okkar á Hilton Garden Inn 35th street NY.
Hvaða var ég að fara gera í borginni 🙂
Jú mér hafði verið boðið að taka þá í morgunverðarfundi á vegum UN (Sameinuþjóðirnar)
Helstu ráðamenn heimsins mundu þar vera saman komið og umræðan er offitan í heimi hér.
Mér var boðið að taka þátt í gegnum https://www.novonordisk.com/patients/DEEP.html
Þetta eru alþjóleg samtök sjúklinga sem lifa með krónískum sjúkdómum.
Og þar sem sjúkleg offita er skilgreindur sem krónískur sjúkdómur vildi UN og WHO fá sjúklinga með á þennan fund sem lifa með þessum sjúkdóm. Ég og Ian Thomas frá Kanada sem vinnur með https://obesitycanada.ca/?gclid=Cj0KCQjw9NbdBRCwARIsAPLsnFZzPhB3U_9aVxsTqO7TU4BPnckCyYz71Hqw_JA6zpH4XYVH7OaiPtkaAo7NEALw_wcB
Þessi samtök tel ég vera ein af þeim fremstu í heimi hér sem kemur að offitunni.
Ég og Ian stuttu eftir að fundurinn kláraðist.
Þetta var morgunverðarfundur og tíminn naumur frá kl.7 til 9:30 áttum við að vera búin að ræða svo mikið af málum sem væru virkilega aðkallandi!
Við sátum um 60 manns á nokkrum hringborðum um risastóran sal með útsýni yfir Manhattan. Heilbrigðisráðherrar heimsins, Landslæknisembætti og aðrir sem koma að Lýðheilsu landa sinna voru mættir. Strax fann ég fyrir því að fólk var spennt yfir þessum fundi og margir vildu koma sínu á framfæri.
Okkur var raðað á stór hringborð og ég lenti með Heilbrigðisráðherra Dana og Barbados á mínu borði ásamt Svetlönu Axelrod frá WHO ásamt fulltrúum frá Novo Nordisk.
Svetlana Axelrod frá WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni)
Við tóku annsi fróðlegar umræður. Ég má ekki segja hver sagði hvað á þessum fundi má semsagt ekki vitna í orð og nefna nöfn á fólki en má ræða hvað fór fram í stórum dráttum.
Í heildina held ég að við séum öll sammála að offitan þarf meiri virðingu bæði meðal heilbrigðiskerfis og heimsins alls. Við þurfum að stoppa #weightstigma og fá þjónustu sem virkar. Offitufordómar eru grassandi innan heilbrigðiskerfis. En lönd eru mislangt komin í sínum málum. Í sumum löndum tildæmis þykir offitan mikil príði og litið fram hjá heilsu í þeim efnum. Meðan að í öðrum löndum eru fitufordómar annsi harðir og litið á offituna sem eitthvað ógeðslegt. Misjöfn er menning manna.
En ég held að með virðingu og opnara tali um offituna náum við betri árangri .
Þetta á alltaf að snúast um heilsu að fólk geti lifað við góða heilsu.
En ég kom því annsi vel á framfæri að við þurfum bættari þjónustu innan heilbrigðiskerfis. Bæði hvað varðar forvarnir og ekki síst þegar að fólk er orðið fast í viðjum offitu.
Ellen Trane Nörby Heilbrigðismálaráðherra Danmörku.
Það þarf hjálpa fólki út úr heimi offitunar á skynsaman hátt. Sjúkleg offita er skilgreindur sem krónískur sjúkdómur innan heilbrigðiskerfis hér á landi og þá á að vera til öflugari þjónusta fyrir fólk sem lifir með offitunni og fjölskyldum þeirra.
Það þarf eins og á flestum stöðum að kveða niður fordóma svo fólk geti leitað sér hjálpar á þess að eiga á hættu að vera nýddur og skammaður.
Við eigum annsi flott fagfólk hér á landi sem starfar með offituna en eins og á svo mörgum stöðum vantar fjármagn og skylning inn í bættari þjónustu.
Ximena Ramos Salas PhD-Public Health. Fundastjóri sem ég ber mikla virðingu fyrir . Hún vinnur líka með Obesity Canada og ferðast um allan heim með fræðslu og erendi sem hjápa til við að snúa offitufordómum á dyr.
Þessi fundur var svo fljótur að líða og allt í einu var þetta yfirstaðið. Mikið hefði ég viljað eiga lengri tíma með annsi mörgum þarna inni. En miklar þakkir fékk ég fyrir að vera rödd offitusjúklinga á þessum fundi. Eins og ég segi alltaf „Nothing about us without us“
Við sem höfum reynslu á því að lifa með offitunni getum og eigum að fá að taka þátt í því sem kemur okkur við. Saman breytum við hlutum og með því að ræða málin og koma því á framfæri sem brennur á okkur náum við árangri ég er svo sannfærð um það. Ef engin segir neitt og engin gerir neitt gerist ekkert. Og þannig verða fleiri sjúklingar veikari og jafnvel lifa innan veggja heimilis árum saman án þess að fá neina hjálp.
Nathalie Farpour-Lambert .Forseti EASO (European Association for study of Obesity)
Offitan má fá meira rými innan heilbrigðiskerfis og mikið mundi margt breytast til batnaðar ef sálfræðihjálp væri aðgengilegri og ekki svona kostnaðarsöm fyrir sjúklinga.
Að lifa með sjúkdóm sem fólk lítur á sem eigin skömm er hræðilega ósanngjarnt.
Við verðum að gera betur.
Og við erum með fagfólk sem getur gert betur en þarf meiri sklning og fjármagn inn í þessi málefni.
Við þurfum öfluga fræðslu inn í Heilsugæsluna og flotta fagfólkið sem þar starfar.
Því opnari fræðsla um offituna brýtur niður múra fáfræðis og fordóma.
Ef þú ert starfandi heilbrigðisstarfsmaður kynntu þér málin kynntu þér mál offitunar betur.
Aldrei skaltu dæma!
Þú átt að hlusta og getað hjálpað með faglegri þjónustu.
Takk fyrir að lesa ❤