Breytum okkar háttum á okkar hraða.

10636175_791398187606959_1902223729912819302_n

Góðan daginn.

Já þetta með að ná árangri.
Að koma sér í gírinn….og halda sig við efnið.
Að ná að létta sig og komast í form er hið minnsta þetta líkamlega 🙂
Þetta er allt þarna uppi!!
Að koma sér í skilning um að þú ætlir að komast út úr vítahring megrunar og niðurlægingar.
Að þetta sé komið gott.

Setja sér markmið …og vertu raunsæ/r 🙂
Ég á mér markmið sem eru stundum svo lítil að þau varla ná að sjást 🙂
En eru kannski fyrir mig stórt skref 🙂
Gefðu þér tíma.
Ekki fara í kapphlaup 🙂

Hættu að vera frekja á sjálfan þig 🙂
Minn líkami sem var 60 kílóum of þungur þarfnaðist ekki svipu !
Heldur umhyggju og skilning.
Að koma sjálfri sér í skilning um að þetta tekur tíma.
Við eigum öll vonandi góðan tíma 🙂
Svo um að gera byrja nýta sér tímann.

Flest okkar njótum þess að borða 🙂
En þegar að þú ert með móral yfir hverjum matarbita……fer viðvörunarbjalla í gang.
Og þú byrjar að skamma.
Finndu út hvaða matur hentar þér.
Reyndu eftir fremsta megni að halda þig við hreinan mat.
Ekki byrja breyttan lífsstíl á boðum og bönnum….
Og ekki hugsa stöðugt um það sem þú EKKI mátt.
Bættu fæðuna 🙂
Þannig að þér ferð að langa gera betur 🙂
Finna hvernig líkaminn svarar fyrir sig.
Þá fer maður að njóta 🙂

Ég gat hér áður rifið í mig mat….
Fann gott bragð í byrjun.
En þegar að heill nammi poki eða þriðji matardiskurinn var kláraður voru bragðlaukarnir löngu komnir í kaf.
Og eftir sat ég með móral, reiði og sjálfásökun.
Vissi ekki mitt magamál.
Það þurfti ég að læra.
Og í dag veit ég hvaða skammt ég þarf…..og passa mig á því að skófla ekki matnum mínum upp í mig og gleyma tækinu þarna uppi sem segir mér hvenær ég er södd.
Það þarf að aðlagast nýju kerfi við breyttan lífsstíl.
Ég vil ekki kalla það sjálfsaga.
Því „agi“ virkar á mig sem svipa.
Heldur læra á sjálfa sig og byrja njóta.
Þetta getur tekið langan tíma 🙂
En það er allt í lagi.
Mun skárra en berja sig áfram í næstu megrun.

Umfram allt vertu í sátt við sjálfan þig ❤

Jæja ég er komin í gírinn fyrir morgunþrekið mitt.
Gallinn komin á sinn stað 🙂
Og þegar að ég hugsa til þess að bara fyrir ári síðan ……hefði ég aldrei aldrei hugsað mér að ganga í ermalausum æfingabol.
Núna eru flestir mínir bolir þannig…..mér bauð svo við sjálfri mér að það var ekki tárum teljandi.
Í dag er ég stolt af sjálfri mér.
Ég er engin stína stöng og með mín aukakíló 🙂
Og nýt þess að taka á því 🙂

Njótið dagsins kæru vinir.
Og þið sem hafið verið að senda mér pantanir á heftið mit takk takk ❤
En ég er komin í kaf…..ég mun svara emailum 🙂
En listinn er orðin svo langur……og ég þarf að krjúpa á hné fyrir prentsmiðjunni 🙂
Aldrei hefði ég trúað þessum viðbrögðum 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s