Hádegið.
Ég datt niður á Gullnámu 🙂
Fiskikóngurinn er bara besta búðin í bænum.
Skrapp inn til að kaupa mánudagsfiskinn 🙂
Enda alltaf í tómu tjóni þarna inni.
Þvílíkt úrval og allt svo vel framsett.
Afgreiðslan algjörlega til fyrirmyndar .
Á maður ekki að hrósa þeim sem gera vel 🙂
Allavega fékk steinbít fyrir kvöldið.
Alveg sjúklega girnilegur….
En þetta Laxa dæmi fór alveg með mig.
Eins og þið vitið er ég laxa sjúk 🙂
Og gæti borðað þessa elsku í hvert mál.
En ekki er það nú svo gott.
Laxalundir….pínu litlir lúxus bitar.
Og haldið ykkur nú á innan við 1000kr kílóið 🙂
Fékk mér kíló og setti í litlar pakkningar inn í frysti.
Því hvað er betra en að gera jafnvel fiskiþrennu eða tvennu þegar að næsta tilboð er í bænum 🙂
Vera séður.
Ég fékk mér nú samt aðeins í hádegismatinn.
Steikti með nokkrum dropum af olíu og kreisti vel af sítrónu yfir.
Skelti svo fersku mango og yddaði kurbít yfir.
Þetta er max 3min ..því tekur svo stutta stund að elda.
Átti svo steikt grænmeti frá því í gær.
Soya sósa yfir ….og þetta var sjúkt!!!
Mæli með að fylla frystinn 🙂