Það er hægt að komast út úr viðjum offitu.

10721273_10152679718360659_490218995_n

Góðan daginn.

„Jæja Sólveig er þetta ekki komið fínt hjá þér“
Það var ein yndisleg eldri kona sem sagði þetta við mig fyrr í vikunni.
Ertu ekki búin að vera nógu lengi i þessu sprikli og megrun.
Ert orðin svo fín 🙂

Ég andaði inn og út og brosti.
Rétt að byrja mín kæra 🙂

Þetta er nefnilega málið .
Ég er rétt að byrja.
Því mín lífsstílsbreyting er bara rétt 2ja ára 🙂
Svo allt lífið framundan til að gera aðeins betur.
Ég er rétt byrjuð að hafa stjórn á mínum eigin líkama.
Líkami sem glímir við 50-60 kílóa yfirvigt er ekki að virka.
Og ég hafði ekki stjórn á líkamanum.
Því offitan stjórnaði.
Mér voru svo margar hindranir settar.
Ég gat ekki …..
Setið í flugvél nema með prettum…..beltið var of þröngt og ég bað aldrei um framlengingu.
Ekki séns!
Hlaupa …..glætan.
Versla föt og skó….martröð.
Apótekin voru með $ merki í augunum þegar að ég labbaði inn….
Þrekið var ekkert svo þægindarhringurinn minkaði stöðugt.
Geðheilsan ekki góð með öll þessi aukakíló.
Það er bara svo margt.
Helst mundi ég segja fangi í eigin líkama.

En það er hægt að breyta þessu 🙂
gerist ekki á einni nóttu.
gerist ekki með einu „töfra“ pilluglasi með chilí töflum eða 7 daga kúr fyrir flatan maga.
Eða öll hin töframeðölin sem bíða í röðum í hillum búðana 🙂
NEIBB.
Þetta gerist í kollinum á manni.
Þegar að maður er tilbúin sem opin bok í átt að heilbrigðum lífsstíl eru manni allir vegir færir.
Borða af sér kílóin .
Æfa líkamann sér til bóta.
Eins einfalt og þetta hljómar vefst þetta oft fyrir manni.
Sérstaklega þegar að kílóin eru orðin svona mörg auka….
Og þetta virðist algjörlega ómögulegt.
En allt er hægt 🙂
Þú þarft bara að vinna fyrir því 🙂
Sú vinna er út lífið ekki einn skyndikúrinn enn.
Settu þér markmið.
Stattu við markmiðin.
Settu þér pínu lítil markmið….sem kannski engin sér 🙂
Og stattu við þau.

Jæja ég ætla hysja upp um mig gallanum.
Reyna koma þessum harðsperrum úr upphandleggjunum!

Njótið dagsins.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s